„Hvaða gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 21:00 Guðni í viðtalinu á Bylgjunni í dag. Vísir/Kristófer Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira