Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. maí 2020 21:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira