Innlent

Efling ósátt við sveitarfélögin

Kjartan Kjartansson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Ekki verður fundað í kjaradeildu Eflingar við Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr en á mánudag og lýsir stéttarfélagið óánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélaganna í viðræðunum. Efling hefur krafist samninga sem eru sambærilegir við þá sem félagið gerði við ríki og borg.

Í yfirlýsingu Eflingar gagnrýnir félagið að síðasti fundur í deilunni hafi verið á fimmtudag. Sveitarfélögin hafi óskað eftir því að framhaldsfundi yrði frestað og því muni fimm dagar líða á milli samningafunda hjá ríkissáttasemjara. Sakar félagið sveitarfélögin um að draga svör í stað þess að ljúka samningum.

Um 300 félagsmenn Eflingar starfa hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu öðrum en Reykjavíkurborg og hefur verkfall þeirra meðal annars leitt til þess að stærstu skólum Kópavogs hefur verið lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×