Tesla Model X hlaðin með mannafli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2020 07:00 Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent