„Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2020 09:00 Jón Sæmundur Auðarson listamaður, Ragnar Þórhallsson tónlistarmaður og Davíð Arnar Baldursson grafískur hönnuður hljóta aðalverðlaun FÍT í ár. Vísir/Vilhelm Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. Veitt voru gull- og silfurverðlaun í 21 flokki en aðeins eitt verkefni hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. „Þetta hefur langan aðdraganda,“ segir listamaðurinn Jón Sæmundur um vel heppnað samstarf þeirra þriggja. Davíð og Ragnar voru báðir snemma orðnir aðdáendur Jóns Sæmundar og áttu boli og fleira frá Dead vörumerkinu hans úr Nonnabúð. Einnig hafði Ragnar nýlega keypt málverk eftir hann. Tengingin á milli þeirra nær því langt aftur. „Við í hljómsveitinni fílum hann öll rosalega mikið og byrjuðum þess vegna að vinna umslag með honum. Hann var að mála og við vorum að gera tónlist á sama tíma,“ útskýrir Ragnar. Það má á vissan hátt segja að Ragnar sé límið sem tengdi þá þrjá saman og hann er líka söngvari og gítarleikari Of Monsters and Men svo verkefnið var honum mjög persónulegt. Jón Sæmundur er einstakur listamaður og málaði hann myndir til að fanga anda hvers meðlims fyrir þetta verkefni. Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hafa þekkt Davíð í mörg ár og því kom ekkert annað til greina en að leita til hans fyrir grafíkina. Hann hannaði svo aðalplötuumslagið með Ragnari út frá málverkunum fimm. Útkoman var sérstök Fever Dream sería, en hin fimm verkin er líka hægt að kaupa sem vinyl plötur í takmörkuðu upplagi. Aðal plötuumslagið fyrir OMAM plötuna Fever Dream.Mynd/Davíð Arnar Baldursson Mikilvæg samvinna tónlistar og myndlistar „Þetta bara lá fyrir, en við höfum aldrei verið þrír saman,“ segir Ragnar um það hvernig þeir enduðu þrír saman í þessu verkefni. Þegar blaðamaður settist niður með Jóni, Ragnari og Davíð fyrir viðtal og myndatöku, var það í fyrsta skipti sem þeir voru allir þrír saman í herbergi á sama tíma. Samt var stemningin í stúdíói Jóns eins og þeir hefðu allir verið nánir vinir til fjölda ára. Þríeykið hlaut gullverðlaun í flokknum Geisladiskar og plötur en formenn allra dómnefndarflokkanna komu saman til að fara yfir verðlaunuð verk í öllum 21 flokkunum og völdu þessi sérstöku aðalverðlaun út frá þeim. „Fever Dream sería Of Monsters and Men er augljóslega hönnuð af mikilli natni, í góðri og mikilvægri samvinnu við myndlist og tónlist. Það er alúð í lausnum á hverri einustu plötu, í seríu sem nær að vera ótrúlega sterk heild á meðan hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk. Áhugi margra grafískra hönnuða á faginu kviknaði við að skoða og vilja hanna plötuumslög. Þessar plötur verða án efa kveikjan hjá einhverjum framtíðar grafískum hönnuðum,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar. Formenn dómnefnda í ár voru Alexandra Buhl í flokknum prent, Guðmundur Bjarni Sigurðsson í flokknum skjáir, Hörður Lárusson í flokknum mörkun og Rósa Hrund Kristjánsdóttir í flokknum auglýsingar. Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna í ár og hafa aldrei fleiri tekið þátt. Allir verðlaunahafarnir í ár hafa verið kynntir hér á Vísi síðustu daga. „Ég hlustaði rosalega mikið á lögin á meðan ég var að vinna,“ segir Jón Sæmundur um málverkin sem hann gerði fyrir plötuumslögin. Hann fékk meðal annars að hlusta á demó og lög í vinnslu, langt á undan öllum öðrum aðdáendum sveitarinnar. Jón Sæmundur málaði fimm verk fyrir Fever Dream seríuna og svo bættist aðalplötuumslagið við í lokin. Úr varð einstök sería.Mynd/Davíð Arnar Baldursson Alls konar orka í gangi Vinnuferlið var alls ekki þannig að Jón Sæmundur, Davíð og Ragnar hafi talað sig saman og ákveðið að hanna verðlaunaverk. Á bak við þetta verkefni er margra mánaða vinna vegna plötuútgáfu og langt þróunarferli, hver þeirra hafði sitt hlutverk og sameinuðu þeir svo krafta sína á snilldarlegan hátt. Þeir segja það mikinn heiður að fá svo þessi verðlaun. „Það var í kringum ár sem við vorum að gera þetta á sama tíma,“ segir Ragnar um tímabilið þegar Jón Sæmundur var að mála verkin fimm og hljómsveitin vann plötuna. Öll verkin eru í stærðinni 180 x 180 sentímetrar. „Þau voru öll í stúdíóinu mínu og voru þarna yfir mér í örugglega eitt ár. Svo vann ég þetta í hollum og hvíldi mig aðeins inn á milli. Flakkaði svo á milli laga,“ útskýrir Jón Sæmundur. Hann var sannfærður um að platan yrði „hittari“ frá því að hann hlustaði á hana fyrst. „Svo kom hann líka í stúdíóið til okkar,“ bætir Ragnar við. „Stundum skynjaði hann að það væri eitthvað skrítin orka í okkur þegar hann vaknaði og kom þá í heimsókn. Þá var það rétt hjá honum. Þegar maður vinnur svona náið saman þá er alls konar orka í gangi,“ segir Ragnar um þetta magnaða samstarf. „Það hjálpaði líka að tékka, koma með eitthvað aftur til baka og setja það svo inn í málverkið,“ segir Jón Sæmundur um þessar óskipulögðu heimsóknir sem veittu oft mikinn innblástur. Hlustun á lögin hjálpaði honum að setja eitthvað á strigann. En innblásturinn virkaði í báðar áttir. „Á móti kemur að það að sjá eitthvað á striga, en vera ekki búinn að klára lagið og fá þá innblástur á móti frá verkinu,“ segir Ragnar. Málverkin höfðu því líka á vissan hátt áhrif á lögin á plötunni. Mynd úr einkasafni Innrömmuð kaós Málverkin voru fimm talsins, enda eru meðlimir hljómsveitarinnar fimm. Aðalplötuumslagið var svo gert út frá þessum verkum og Davíð fékk það mikilvæga hlutverk að ná þessu öllu saman. Þeir segja að gott jafnvægi hafi verið á milli Jón Sæmunds og Davíðs, enda með mjög ólíkan stíl, annar meira í ringulreið og hinn náði því í fastari strúktúr. „Það er ennþá kaós, en það er búið að ramma það inn,“ segir Ragnar. „Þetta er allt frekar villt hjá mér,“ segir Jón Sæmundur þá og hlær. Davíð fylgdist vel með á hliðarlínunni á meðan verkin og tónlistin voru í vinnslu, þegar hann fékk svo lokaútgáfurnar í hendurnar vissi hann alveg strax hvaða nálgun hann ætlaði að taka varðandi grafíkina. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk þetta í hendurnar var að þá fannst mér ekki spurning að hún þyrfti að vera „low key“ og snyrtileg. Hefði ég farið í eitthvað tryllt þá hefði þetta örugglega bara týnst í hvort öðru. Mér fannst mikilvægt að leyfa listinni að njóta sín.“ Dýpt í útvalda auganu Jón Sæmundur segir að hann hafi fyrst verið hræddur um að „eitthvað lið út í Ameríku“ myndi sjá um grafíkina. Platan var gefin út af Republic Records þar sem Of Monsters and Men eru með útgáfusamning. Jón Sæmundur andaði því léttar þegar hann komst að því að Davíð ætlaði að sjá um þennan hluta verkefnisins. „Ég byrjaði að hafa áhyggjur varðandi liti og þess háttar.“ Þessar áhyggjur voru óþarfar því Davíð og Ragnar eyddu miklum tíma í að ná öllum litum plötuumslaganna alveg réttum. „Aðalumslagið var þannig að við byrjuðum að „photoshoppa“ einhverjar skissur og pikka út úr myndunum og breyta litum,“ útskýrir Davíð. „Það var svona mitt grafíska framlag í þetta, að klippa út öll augun,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta eina auga greip mig mjög mikið, það er eins og það sé alltaf að fylgjast með þér, það er einhver dýpt í því. Það starir á þig. Við í hljómsveitinni erum pínu bleik, ég veit ekki hvað það er. Ég sendi þá á Jón Sæmund að mála bleikan bakgrunn. Svo kláraði Davíð uppsetninguna. Það var svolítið gaman hvernig þetta þróaðist,“ segir Ragnar. Miklar tilfinningar Augað sem Ragnar valdi fyrir plötuumslagið, fylgir hljómsveitinni eftir og er sjáanlegt í bakgrunni á tónleikum þeirra og víðar. Einnig er hægt að kaupa ýmsan varning með þessu auga á. „Við vorum með það á bak við sviðið og gátum lýst það upp í mismunandi litum í gegnum túrinn. Þetta er svo sterkt,“ segir Ragnar. Jón Sæmundur grínast með að í gegnum þetta auga hafi hann í fjarska getað fylgst með öllu því sem hljómsveitin var að gera. „Ég var á vinnustofunni og gat tjúnað mig inn á tónleikana og séð áhorfendaskarann í gegnum augað. Ég var alltaf með augað, svona eins og Sauron.“ Jón Sæmundur segir að hann hafi skynjað mjög miklar tilfinningar frá tónlistinni þegar hann málaði verkin. Ragnar segir að það sé ekki skrítið, til dæmis hafi hann sjálfur verið að ganga í gegnum mikið þegar lögin voru samin og tekin upp. Jón Sæmundur Auðarson í stúdíóinu sínu á Laugavegi. Hann fann mikla tengingu við hljómsveitina OMAM þegar hann vann seríuna Fever Dream.Vísir/Vilhelm Gefur andanum líf Jón Sæmund þekkja margir sem „Nonna Dead“ og margir hafa átt flíkur hannaðar af honum í gegnum tíðina, til dæmis með hauskúpunum sem hafa sveimað í kringum list hans síðustu 15 ár. „Sá sem óttast dauðann kann ekki að njóta lífsins,“ eru hans einkennisorð. Jón Sæmundur lýsir sjálfum sér sem týpískum tvíbura sem eigi erfitt með að einbeita sér að einhverju einu tilteknu í listinni. „Ég byrjaði ferilinn sem listmálari með minni fyrstu einkasýningu 1991 og útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1999. Ég flakka mikið á milli hugmynda og mismunandi miðla sem getur verið vandasamt en líka kostur.“ Hann segir að það dýrmæta sem hann hafi lært á ferlinum, sé að mála stundum með lokuð augun. Aðspurður um það sem einkenni verkin hans í dag, svarar Jón Sæmundur: „Hrá litaglöð verk í „expressjónískum“ stíl, allt frá „fígúrutívu“ til landslagsverka. Fæ stundum nóg af litunum og hverf þá inn í heim grátóna verka.“ Áherslan er lögð á að fanga andann í verkinu. „Ég gef honum líf og jarðneska vist. Lifandi verk.“ Jón Sæmundur í stúdíóinu.Mynd úr einkasafni Sameinaðist tónlistinni Listamaðurinn hefur haft í nógu að snúast síðustu vikurnar og undirbýr stórt verkefni sem ekki er komin staðfest dagsetning á ennþá. „Ég hef aðallega verið að taka vinnustofuna mína í gegn, lagfæra og fríska upp á innviði Dauða Gallerísins, Dead Gallery/Studio, og undirbúa einkasýningu í rýminu núna í sumar. 2020 er ár breytinga fyrir mig og nýtt tímabil að hefjast í mínu lífi.“ Jón Sæmundur er mikið kamelljón. Sjálfur er hann líka tónlistarmaður og var í nokkur ár söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Dead Skeletons, sem varð til í kringum listaviðburð hans í Reykjavík árið 2008. Jón Sæmundur er mikill tónlistarunnandi og opinn fyrir flestum stefnum. Hann hlustar mikið á tónlist þegar hann vinnur, en hafði þó ekki hlustað mikið á Of Monsters and Men áður en hann tók að sér þetta stóra verkefni. „Nema það sem ég heyrði stundum í útvarpinu. Svo þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá fékk ég demóin og bókstaflega lokaði mig inni á vinnustofunni í kórónískum stíl. Ég hlustaði á nýju lögin á endurtekningu og hófst handa. Ég tengdi strax við sum lögin og önnur fylgdu í kjölfarið en vissulega höfða þau mismikið til mín. Mig langaði algerlega að hverfa inn í hljóðheiminn þeirra og þar sem vinnustofan mín er gamalt upptökustúdíó gat ég hækkað vel í græjunum, sameinað mig tónlistinni og tíðninni.“ Í albúminu hér fyrir neðan má finna nokkrar myndir frá sköpunarferli listamannsins. Mynd/Jón SæmundurMynd/J'on SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón Sæmundur Hann segir að það hafi verið algjörlega frábær upplifun að vinna plötuumslögin og að taka þátt í öllu þessu ferli. „Ég hafði mjög gaman að því að kynnast þeim sem listamönnum og sjá hversu margslungin þau eru hvort sem það er í tónlist eða myndmáli.“ Jón Sæmundur á erfitt með að velja hvaða plötuumslag úr seríunni er í persónulegu uppáhaldi, en ef hann væri neyddur til að svara væri það líklega hvíta eða gula verkið. Hann er samt virkilega ánægður með þau öll. „Verðlaunin eru skemmtileg viðurkenning á listsköpun minni og hvetja mig áfram.“ Ragnar Þórhallsson hefur síðustu ár gert það gott með hljómsveitinni Of Monsters and Men en málar einnig sjálfur og er mikill listunnandi.Vísir/Vilhelm Alltaf teiknandi í æsku „Hann kviknaði líklega á unglings árunum þegar maður fór finna sig sem einstaklingur. Þá fór maður að kafa ansi djúpt í allskonar tónlist og fór að finna sinn stíl og sína rödd,“ segir Ragnar um áhugann á tónlist. Hljómsveitin Of Monsters and Men var stofnuð árið 2010 og hefur síðan þá farið sigurför um heiminn. Ragnar segir að Of Monsters and Men hafi verið stórkostlegt og bíður spenntur eftir ævintýrunum fram undan. „Ég dýrka að gera tónlist og ég dýrka að það fái að vera vinnan mín. Mér finnst svo gaman að fá að vinna og skapa og ferðast með mínum bestu vinum.“ Ragnar fékk svo snemma áhuga á myndlist. „Ég var alltaf teiknandi og málandi sem krakki og það hefur fylgt mér inn í fullorðins árin. Ég fór síðan á myndlistarbraut í FG og byrjaði eftir það í Listaháskóla Íslands.“ Hann var í kringum tvítugt þegar hann seldi sitt fyrsta myndlistarverk. „Ég hef nú ekki mikið verið að selja myndlistaverk í gengum tíðina en það hafa þó verið nokkur.“ Ragnar á sviði með Of Monsters and Men í Ástralíu.Getty/Matt Jelonek Heiðarleg plata Innblásturinn sækir Ragnar alls staðar frá. „Hann er út um allt. Ég sæki hann úr samtölum, minni eigin líðan, umhverfinu, annarri tónlist, annarri myndlist og svo framvegis.“ Ragnar á samt erfitt með að lýsa sér sem listamanni. „Ætli ég sé ekki sífellt leitandi bara. Alltaf að reyna að komast að einhverju nýju og verða leiður á einhverju gömlu.“ Í Fever Dream mættust tvær ástríður Ragnars, tónlistin og myndlistin. Plötuumslögin voru unnin á sama tíma og platan sjálf var tekin upp, sem gerði tenginguna á milli enn sterkari fyrir Ragnar þar sem vann að báðu. „Það var gaman og lærdómsríkt að fylgjast með Jóni mála og fá aðeins að kíkja inni hugarheiminn hans. Svo var snilld að sjá þetta allt bindast saman og verða að plötu í höndunum á Davíð.“ Verkefnið verður að teljast mjög vel heppnað á öllum sviðum. Platan hefur fengið frábærar viðtökur og nú fengu plötuumslögin aðalverðlaun FÍT. „Þetta er mikill heiður og mjög gaman að fá viðurkenningu fyrir vinnuna sína. Ég er mjög stoltur af öllum sem stóðu að þessu,“ segir Ragnar. Hann segir að platan sé kaótísk en formföst, heiðarleg og litrík. Í heimsókn í stúdíói Jóns Sæmundar.Mynd/Ragnar Þórhallsson Textasmíðin hjálpar „Það var fáránlega gaman að vinna þessa plötu og gat líka verið erfitt á köflum. Ég var að ganga í gengum smá erfiða tíma í mínu persónulega lífi og lagasmíðin og textagerðin hjálpuðu mér mikið að vinna úr og komast að allskonar hlutum.“ Það er því mikil merking á bak við texta laganna á plötunni Fever Dream. „Mér þykir mjög vænt um þá. Það hjálpar mér mikið að semja þá. Maður kemst að ýmsu um sjálfan sig ef maður þorir.“ Of Monsters and Men þurftu að stoppa tónleikaferðalag sitt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þannig að Ragnar þurfti svolítið að skipta um gír. „Nú er ég bara kominn á fullt að gera nýja tónlist og byrjaður að sinna myndlistinni á fullu eftir nokkurra ára pásu. Ætli ég haldi því ekki bara áfram í bili,“ segir Ragnar. Aðdáendur sveitarinnar geta því byrjað að bíða spenntir eftir nýjum lögum. Davíð Arnar Baldursson segir að fjölbreytnin sé það besta við starf grafískra hönnuða. Hann segir að aðalverðlaun FÍT sé gríðarlegur heiður.Vísir/Vilhelm Undraveröld sem erfitt er að útskýra „Þegar ég var yngri var meiningin alltaf að verða arkitekt eins og pabbi minn. Fljótlega eftir að ég byrjaði í listnámi í fjölbraut var ég hins vegar beðinn um að hanna merki fyrir nemendafélagið. Það má alveg deila um fegurð þessa merkis í dag en við það kviknaði hins vegar mikill áhugi á grafískri hönnun og áður en ég vissi af var ég farinn að hanna veggspjöld, ballmiða, setja upp skólablöðin og ýmislegt fleira fyrir félagið. Eftir þann tíma kom fátt annað til greina en að læra fagið,“ segir Davíð um val sitt að læra grafíska hönnun. Hann segir að Fever Dream verkefnið hafi verið í raun mjög „smooth“ ferli. „Grunnkonseptið var að hluta til klárt þegar ég stíg inn og eftirleikurinn því frekar auðveldur fyrir mína parta. Verkin hans Jóns eru náttúrulega algjörlega stórkostleg og rétt eins og hjá bandinu þá er þetta einhver undraveröld sem erfitt er fyrir mig að útskýra. Hann hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum og á ákveðnu tímabili á mínum unglingsárum átti ég til dæmis nánast bara föt úr búðinni hans. Að fá að vinna með honum var því ákveðinn draumur að rætast fyrir mína parta. Þar sem verkin hans eru yfirleitt frekar óreiðukennd þá lá beinast við að öll mín vinna, grafík og umgjörð, yrði lágstemmd til þess að skapa mótvægi og góðan kontrast.“ Hann segir að það sé fyrst og fremst gríðarlegur heiður og frábær viðurkenning á þeirra vinnu, að fá aðalverðlaun FÍT fyrir verkefnið. Aðspurður hvaða plötuumslag er í persónulegu uppáhaldi, svarar Davíð: „Það er erfitt að gera upp á milli þeirra þar sem öll verkin hans Jóns eru svo stórkostleg. En ef ég þyrfti að velja þá myndi ég líklegast segja „official“ umslagið, þetta bleika, þar sem við Raggi fengum að föndra það upp úr verkunum hans Jóns.“ Plötuumslag OMAM hefur vakið mikla athygli.Mynd/Ragnar Þórhallsson Plötuumslögin alltaf heillað Davíð segir að það megi alveg segja að hann sé mikill tónlistarunnandi. „Ég er svo heppinn að hafa fengið mjög gott tónlistaruppeldi hjá pabba, sem er mikill blúsari, og mætti segja að það hafi mótað minn tónlistarsmekk. Í dag hlusta ég mest megnis á þungarokk, „sækadelískt“ rokk og „alternative“ tónlist. Í seinni tíð hef ég þó verið að víkka sjóndeildarhringinn töluvert. Allt frá hip hopi yfir í bullandi „eighties“ ballöður. Ég er ágætlega virkur á Spotify og hvet alla sem hafa áhuga á að fylgja mér þar.“ Davíð hefur ekki unnið beint fyrir Of Monsters and Men áður en segir að hann hafi þó samt fengið að skipta sér af ýmsu hjá þeim í gegnum tíðina, enda þekkt þau lengi. „Fyrst og fremst finnst mér tónheimurinn þeirra heillandi. Þau hafa skapað sér sinn eigin hljóm sem er algjör undraveröld. Textasmíðin er til dæmis mjög djúp og heillar mig mikið. Svo skemmir kannski ekki fyrir að þetta eru allir góðir vinir mínir í dag.“ Frá sköpun Fever DreamSamsett/Davíð Arnar Baldursson Davíð segir að verkefnin í vinnunni séu jafn misjöfn og þau eru mörg. „Ég hef verið mikið í því að hanna heilar auglýsingaherferðir undanfarin ár. Þar ber kannski helst að nefna Mottumars herferðirnar fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Í slíkum tilvikum nær starf mitt nær alltaf frá fyrstu hugmynd að konseptinu yfir í lokaútfærslu á öllu markaðsefni. Ég hef einnig tekið þátt í stórum mörkunarverkefnum (e. Branding) fyrir samtök og stærri fyrirtæki eins og til dæmis Knattspyrnusamband Íslands. Ég vinn einnig mikið fyrir Hörpu – hvort sem það er markaðsefni fyrir húsið sjálft eða einstaka viðburði á vegum hússins. Plötuumslög hafa einnig alltaf heillað mig og hef ég verið svo heppinn að fá að glíma við þannig verkefni á stofunni, meðal annars fyrir Senu, Baggalút og Stuðmenn svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni, og fleiri, eiga það þó öll sameiginlegt að ég er aldrei einn á ferð í þeirri vinnu heldur alltaf umkringdur frábæru fólki sem ég fæ að vinna með á hverjum degi.“ Auglýsingarnar ákveðið listform Davíð segir að undanfarin misseri hafi hann reynt að gera sem minnst af því að taka að sér „freelance“ verkefni þar sem dagarnir á stofunni eiga það til að vera langir. „Þá er oft ekki mikill tími eða orka afgangs fyrir önnur verkefni. Ég reyni því að velja þau vel og stíla frekar inn á að taka að mér langtímaverkefni fremur en eitthvað sem þarf að vinnast í einhverju stressi. Þar má kannski helst nefna merki og útlit sem ég vann fyrir IÐNÓ fyrir nokkrum árum og auðvitað þessi plötuumslög fyrir Of Monsters and Men – sem og fleiri. Einnig detta inn einstaka verkefni fyrir vini og vandamenn eins og til dæmis tónleikaplaköt og brúðkaupskort.“ Augað sem varð að aðalplötuumslagi OMAM.Mynd/Ragnar Þórhallsson Hann hefur haft í nógu að snúast í samkomubanninu, meðal annars er Brandenburg að leggja lokahönd á skemmtilega herferð fyrir Ferðamálstofu þar sem markmiðið er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar. „Þegar því lýkur fer að styttast í sumarfrí og þá eru það veiðiferðir með pabba og strákunum, vonandi fótboltaleikir hjá mínum mönnum í Stjörnunni og almennt sumarhangs svo eitthvað sé nefnt. Síðan ætla ég auðvitað að ferðast eitthvað meira um landið með kærustunni minni.“ Að hans mati er það skemmtilegasta við starf grafískra hönnuða klárlega fjölbreytnin. „Það hljómar eins og pínu klisja en það er í raun enginn dagur eins. Í auglýsingabransanum gerast hlutirnir yfirleitt mjög hratt og eftir að ég var gerður að umsjónarhönnuði, eða Art Director, á Brandenburg fyrir um fjórum árum þá er starfið orðið enn fjölbreyttara. Einn daginn er maður hanna útlit á heila auglýsingaherferð, skrifa handrit að sjónvarpsauglýsingu og jafnvel velja hvaða rödd er notuð í útvarpsauglýsingar. Daginn eftir er maður kannski bara að hanna lítinn límmiða. En eins og hjá mörgum öðrum grafískum hönnuðum sem ég þekki þá var stefnan alltaf sett á að starfa meira innan menningar- og listaheimsins. Það kom mér hins vegar mikið á óvart hvað auglýsingaheimurinn er ótrúlega kraftmikill, „kreatívur“ og skemmtilegur bransi og í raun ákveðið listform út af fyrir sig. Að fá að snerta á báðum hliðum eru því forréttindi.“ Tíska og hönnun Helgarviðtal Myndlist Tengdar fréttir FÍT-verðlaunin 2020: AuglýsingarFÍT-verðlaunin 2020: Skjáir FÍT-verðlaunin 2020: Prent FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Í flokknum Auglýsingar voru veitt gull- og silfurverðlaun í nokkrum undirflokkum. Þeir eru Auglýsingaherferðir, Umhverfisgrafík, Opinn flokkur og Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla. 28. maí 2020 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. Veitt voru gull- og silfurverðlaun í 21 flokki en aðeins eitt verkefni hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. „Þetta hefur langan aðdraganda,“ segir listamaðurinn Jón Sæmundur um vel heppnað samstarf þeirra þriggja. Davíð og Ragnar voru báðir snemma orðnir aðdáendur Jóns Sæmundar og áttu boli og fleira frá Dead vörumerkinu hans úr Nonnabúð. Einnig hafði Ragnar nýlega keypt málverk eftir hann. Tengingin á milli þeirra nær því langt aftur. „Við í hljómsveitinni fílum hann öll rosalega mikið og byrjuðum þess vegna að vinna umslag með honum. Hann var að mála og við vorum að gera tónlist á sama tíma,“ útskýrir Ragnar. Það má á vissan hátt segja að Ragnar sé límið sem tengdi þá þrjá saman og hann er líka söngvari og gítarleikari Of Monsters and Men svo verkefnið var honum mjög persónulegt. Jón Sæmundur er einstakur listamaður og málaði hann myndir til að fanga anda hvers meðlims fyrir þetta verkefni. Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hafa þekkt Davíð í mörg ár og því kom ekkert annað til greina en að leita til hans fyrir grafíkina. Hann hannaði svo aðalplötuumslagið með Ragnari út frá málverkunum fimm. Útkoman var sérstök Fever Dream sería, en hin fimm verkin er líka hægt að kaupa sem vinyl plötur í takmörkuðu upplagi. Aðal plötuumslagið fyrir OMAM plötuna Fever Dream.Mynd/Davíð Arnar Baldursson Mikilvæg samvinna tónlistar og myndlistar „Þetta bara lá fyrir, en við höfum aldrei verið þrír saman,“ segir Ragnar um það hvernig þeir enduðu þrír saman í þessu verkefni. Þegar blaðamaður settist niður með Jóni, Ragnari og Davíð fyrir viðtal og myndatöku, var það í fyrsta skipti sem þeir voru allir þrír saman í herbergi á sama tíma. Samt var stemningin í stúdíói Jóns eins og þeir hefðu allir verið nánir vinir til fjölda ára. Þríeykið hlaut gullverðlaun í flokknum Geisladiskar og plötur en formenn allra dómnefndarflokkanna komu saman til að fara yfir verðlaunuð verk í öllum 21 flokkunum og völdu þessi sérstöku aðalverðlaun út frá þeim. „Fever Dream sería Of Monsters and Men er augljóslega hönnuð af mikilli natni, í góðri og mikilvægri samvinnu við myndlist og tónlist. Það er alúð í lausnum á hverri einustu plötu, í seríu sem nær að vera ótrúlega sterk heild á meðan hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk. Áhugi margra grafískra hönnuða á faginu kviknaði við að skoða og vilja hanna plötuumslög. Þessar plötur verða án efa kveikjan hjá einhverjum framtíðar grafískum hönnuðum,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar. Formenn dómnefnda í ár voru Alexandra Buhl í flokknum prent, Guðmundur Bjarni Sigurðsson í flokknum skjáir, Hörður Lárusson í flokknum mörkun og Rósa Hrund Kristjánsdóttir í flokknum auglýsingar. Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna í ár og hafa aldrei fleiri tekið þátt. Allir verðlaunahafarnir í ár hafa verið kynntir hér á Vísi síðustu daga. „Ég hlustaði rosalega mikið á lögin á meðan ég var að vinna,“ segir Jón Sæmundur um málverkin sem hann gerði fyrir plötuumslögin. Hann fékk meðal annars að hlusta á demó og lög í vinnslu, langt á undan öllum öðrum aðdáendum sveitarinnar. Jón Sæmundur málaði fimm verk fyrir Fever Dream seríuna og svo bættist aðalplötuumslagið við í lokin. Úr varð einstök sería.Mynd/Davíð Arnar Baldursson Alls konar orka í gangi Vinnuferlið var alls ekki þannig að Jón Sæmundur, Davíð og Ragnar hafi talað sig saman og ákveðið að hanna verðlaunaverk. Á bak við þetta verkefni er margra mánaða vinna vegna plötuútgáfu og langt þróunarferli, hver þeirra hafði sitt hlutverk og sameinuðu þeir svo krafta sína á snilldarlegan hátt. Þeir segja það mikinn heiður að fá svo þessi verðlaun. „Það var í kringum ár sem við vorum að gera þetta á sama tíma,“ segir Ragnar um tímabilið þegar Jón Sæmundur var að mála verkin fimm og hljómsveitin vann plötuna. Öll verkin eru í stærðinni 180 x 180 sentímetrar. „Þau voru öll í stúdíóinu mínu og voru þarna yfir mér í örugglega eitt ár. Svo vann ég þetta í hollum og hvíldi mig aðeins inn á milli. Flakkaði svo á milli laga,“ útskýrir Jón Sæmundur. Hann var sannfærður um að platan yrði „hittari“ frá því að hann hlustaði á hana fyrst. „Svo kom hann líka í stúdíóið til okkar,“ bætir Ragnar við. „Stundum skynjaði hann að það væri eitthvað skrítin orka í okkur þegar hann vaknaði og kom þá í heimsókn. Þá var það rétt hjá honum. Þegar maður vinnur svona náið saman þá er alls konar orka í gangi,“ segir Ragnar um þetta magnaða samstarf. „Það hjálpaði líka að tékka, koma með eitthvað aftur til baka og setja það svo inn í málverkið,“ segir Jón Sæmundur um þessar óskipulögðu heimsóknir sem veittu oft mikinn innblástur. Hlustun á lögin hjálpaði honum að setja eitthvað á strigann. En innblásturinn virkaði í báðar áttir. „Á móti kemur að það að sjá eitthvað á striga, en vera ekki búinn að klára lagið og fá þá innblástur á móti frá verkinu,“ segir Ragnar. Málverkin höfðu því líka á vissan hátt áhrif á lögin á plötunni. Mynd úr einkasafni Innrömmuð kaós Málverkin voru fimm talsins, enda eru meðlimir hljómsveitarinnar fimm. Aðalplötuumslagið var svo gert út frá þessum verkum og Davíð fékk það mikilvæga hlutverk að ná þessu öllu saman. Þeir segja að gott jafnvægi hafi verið á milli Jón Sæmunds og Davíðs, enda með mjög ólíkan stíl, annar meira í ringulreið og hinn náði því í fastari strúktúr. „Það er ennþá kaós, en það er búið að ramma það inn,“ segir Ragnar. „Þetta er allt frekar villt hjá mér,“ segir Jón Sæmundur þá og hlær. Davíð fylgdist vel með á hliðarlínunni á meðan verkin og tónlistin voru í vinnslu, þegar hann fékk svo lokaútgáfurnar í hendurnar vissi hann alveg strax hvaða nálgun hann ætlaði að taka varðandi grafíkina. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk þetta í hendurnar var að þá fannst mér ekki spurning að hún þyrfti að vera „low key“ og snyrtileg. Hefði ég farið í eitthvað tryllt þá hefði þetta örugglega bara týnst í hvort öðru. Mér fannst mikilvægt að leyfa listinni að njóta sín.“ Dýpt í útvalda auganu Jón Sæmundur segir að hann hafi fyrst verið hræddur um að „eitthvað lið út í Ameríku“ myndi sjá um grafíkina. Platan var gefin út af Republic Records þar sem Of Monsters and Men eru með útgáfusamning. Jón Sæmundur andaði því léttar þegar hann komst að því að Davíð ætlaði að sjá um þennan hluta verkefnisins. „Ég byrjaði að hafa áhyggjur varðandi liti og þess háttar.“ Þessar áhyggjur voru óþarfar því Davíð og Ragnar eyddu miklum tíma í að ná öllum litum plötuumslaganna alveg réttum. „Aðalumslagið var þannig að við byrjuðum að „photoshoppa“ einhverjar skissur og pikka út úr myndunum og breyta litum,“ útskýrir Davíð. „Það var svona mitt grafíska framlag í þetta, að klippa út öll augun,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta eina auga greip mig mjög mikið, það er eins og það sé alltaf að fylgjast með þér, það er einhver dýpt í því. Það starir á þig. Við í hljómsveitinni erum pínu bleik, ég veit ekki hvað það er. Ég sendi þá á Jón Sæmund að mála bleikan bakgrunn. Svo kláraði Davíð uppsetninguna. Það var svolítið gaman hvernig þetta þróaðist,“ segir Ragnar. Miklar tilfinningar Augað sem Ragnar valdi fyrir plötuumslagið, fylgir hljómsveitinni eftir og er sjáanlegt í bakgrunni á tónleikum þeirra og víðar. Einnig er hægt að kaupa ýmsan varning með þessu auga á. „Við vorum með það á bak við sviðið og gátum lýst það upp í mismunandi litum í gegnum túrinn. Þetta er svo sterkt,“ segir Ragnar. Jón Sæmundur grínast með að í gegnum þetta auga hafi hann í fjarska getað fylgst með öllu því sem hljómsveitin var að gera. „Ég var á vinnustofunni og gat tjúnað mig inn á tónleikana og séð áhorfendaskarann í gegnum augað. Ég var alltaf með augað, svona eins og Sauron.“ Jón Sæmundur segir að hann hafi skynjað mjög miklar tilfinningar frá tónlistinni þegar hann málaði verkin. Ragnar segir að það sé ekki skrítið, til dæmis hafi hann sjálfur verið að ganga í gegnum mikið þegar lögin voru samin og tekin upp. Jón Sæmundur Auðarson í stúdíóinu sínu á Laugavegi. Hann fann mikla tengingu við hljómsveitina OMAM þegar hann vann seríuna Fever Dream.Vísir/Vilhelm Gefur andanum líf Jón Sæmund þekkja margir sem „Nonna Dead“ og margir hafa átt flíkur hannaðar af honum í gegnum tíðina, til dæmis með hauskúpunum sem hafa sveimað í kringum list hans síðustu 15 ár. „Sá sem óttast dauðann kann ekki að njóta lífsins,“ eru hans einkennisorð. Jón Sæmundur lýsir sjálfum sér sem týpískum tvíbura sem eigi erfitt með að einbeita sér að einhverju einu tilteknu í listinni. „Ég byrjaði ferilinn sem listmálari með minni fyrstu einkasýningu 1991 og útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1999. Ég flakka mikið á milli hugmynda og mismunandi miðla sem getur verið vandasamt en líka kostur.“ Hann segir að það dýrmæta sem hann hafi lært á ferlinum, sé að mála stundum með lokuð augun. Aðspurður um það sem einkenni verkin hans í dag, svarar Jón Sæmundur: „Hrá litaglöð verk í „expressjónískum“ stíl, allt frá „fígúrutívu“ til landslagsverka. Fæ stundum nóg af litunum og hverf þá inn í heim grátóna verka.“ Áherslan er lögð á að fanga andann í verkinu. „Ég gef honum líf og jarðneska vist. Lifandi verk.“ Jón Sæmundur í stúdíóinu.Mynd úr einkasafni Sameinaðist tónlistinni Listamaðurinn hefur haft í nógu að snúast síðustu vikurnar og undirbýr stórt verkefni sem ekki er komin staðfest dagsetning á ennþá. „Ég hef aðallega verið að taka vinnustofuna mína í gegn, lagfæra og fríska upp á innviði Dauða Gallerísins, Dead Gallery/Studio, og undirbúa einkasýningu í rýminu núna í sumar. 2020 er ár breytinga fyrir mig og nýtt tímabil að hefjast í mínu lífi.“ Jón Sæmundur er mikið kamelljón. Sjálfur er hann líka tónlistarmaður og var í nokkur ár söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Dead Skeletons, sem varð til í kringum listaviðburð hans í Reykjavík árið 2008. Jón Sæmundur er mikill tónlistarunnandi og opinn fyrir flestum stefnum. Hann hlustar mikið á tónlist þegar hann vinnur, en hafði þó ekki hlustað mikið á Of Monsters and Men áður en hann tók að sér þetta stóra verkefni. „Nema það sem ég heyrði stundum í útvarpinu. Svo þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá fékk ég demóin og bókstaflega lokaði mig inni á vinnustofunni í kórónískum stíl. Ég hlustaði á nýju lögin á endurtekningu og hófst handa. Ég tengdi strax við sum lögin og önnur fylgdu í kjölfarið en vissulega höfða þau mismikið til mín. Mig langaði algerlega að hverfa inn í hljóðheiminn þeirra og þar sem vinnustofan mín er gamalt upptökustúdíó gat ég hækkað vel í græjunum, sameinað mig tónlistinni og tíðninni.“ Í albúminu hér fyrir neðan má finna nokkrar myndir frá sköpunarferli listamannsins. Mynd/Jón SæmundurMynd/J'on SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón SæmundurMynd/Jón Sæmundur Hann segir að það hafi verið algjörlega frábær upplifun að vinna plötuumslögin og að taka þátt í öllu þessu ferli. „Ég hafði mjög gaman að því að kynnast þeim sem listamönnum og sjá hversu margslungin þau eru hvort sem það er í tónlist eða myndmáli.“ Jón Sæmundur á erfitt með að velja hvaða plötuumslag úr seríunni er í persónulegu uppáhaldi, en ef hann væri neyddur til að svara væri það líklega hvíta eða gula verkið. Hann er samt virkilega ánægður með þau öll. „Verðlaunin eru skemmtileg viðurkenning á listsköpun minni og hvetja mig áfram.“ Ragnar Þórhallsson hefur síðustu ár gert það gott með hljómsveitinni Of Monsters and Men en málar einnig sjálfur og er mikill listunnandi.Vísir/Vilhelm Alltaf teiknandi í æsku „Hann kviknaði líklega á unglings árunum þegar maður fór finna sig sem einstaklingur. Þá fór maður að kafa ansi djúpt í allskonar tónlist og fór að finna sinn stíl og sína rödd,“ segir Ragnar um áhugann á tónlist. Hljómsveitin Of Monsters and Men var stofnuð árið 2010 og hefur síðan þá farið sigurför um heiminn. Ragnar segir að Of Monsters and Men hafi verið stórkostlegt og bíður spenntur eftir ævintýrunum fram undan. „Ég dýrka að gera tónlist og ég dýrka að það fái að vera vinnan mín. Mér finnst svo gaman að fá að vinna og skapa og ferðast með mínum bestu vinum.“ Ragnar fékk svo snemma áhuga á myndlist. „Ég var alltaf teiknandi og málandi sem krakki og það hefur fylgt mér inn í fullorðins árin. Ég fór síðan á myndlistarbraut í FG og byrjaði eftir það í Listaháskóla Íslands.“ Hann var í kringum tvítugt þegar hann seldi sitt fyrsta myndlistarverk. „Ég hef nú ekki mikið verið að selja myndlistaverk í gengum tíðina en það hafa þó verið nokkur.“ Ragnar á sviði með Of Monsters and Men í Ástralíu.Getty/Matt Jelonek Heiðarleg plata Innblásturinn sækir Ragnar alls staðar frá. „Hann er út um allt. Ég sæki hann úr samtölum, minni eigin líðan, umhverfinu, annarri tónlist, annarri myndlist og svo framvegis.“ Ragnar á samt erfitt með að lýsa sér sem listamanni. „Ætli ég sé ekki sífellt leitandi bara. Alltaf að reyna að komast að einhverju nýju og verða leiður á einhverju gömlu.“ Í Fever Dream mættust tvær ástríður Ragnars, tónlistin og myndlistin. Plötuumslögin voru unnin á sama tíma og platan sjálf var tekin upp, sem gerði tenginguna á milli enn sterkari fyrir Ragnar þar sem vann að báðu. „Það var gaman og lærdómsríkt að fylgjast með Jóni mála og fá aðeins að kíkja inni hugarheiminn hans. Svo var snilld að sjá þetta allt bindast saman og verða að plötu í höndunum á Davíð.“ Verkefnið verður að teljast mjög vel heppnað á öllum sviðum. Platan hefur fengið frábærar viðtökur og nú fengu plötuumslögin aðalverðlaun FÍT. „Þetta er mikill heiður og mjög gaman að fá viðurkenningu fyrir vinnuna sína. Ég er mjög stoltur af öllum sem stóðu að þessu,“ segir Ragnar. Hann segir að platan sé kaótísk en formföst, heiðarleg og litrík. Í heimsókn í stúdíói Jóns Sæmundar.Mynd/Ragnar Þórhallsson Textasmíðin hjálpar „Það var fáránlega gaman að vinna þessa plötu og gat líka verið erfitt á köflum. Ég var að ganga í gengum smá erfiða tíma í mínu persónulega lífi og lagasmíðin og textagerðin hjálpuðu mér mikið að vinna úr og komast að allskonar hlutum.“ Það er því mikil merking á bak við texta laganna á plötunni Fever Dream. „Mér þykir mjög vænt um þá. Það hjálpar mér mikið að semja þá. Maður kemst að ýmsu um sjálfan sig ef maður þorir.“ Of Monsters and Men þurftu að stoppa tónleikaferðalag sitt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þannig að Ragnar þurfti svolítið að skipta um gír. „Nú er ég bara kominn á fullt að gera nýja tónlist og byrjaður að sinna myndlistinni á fullu eftir nokkurra ára pásu. Ætli ég haldi því ekki bara áfram í bili,“ segir Ragnar. Aðdáendur sveitarinnar geta því byrjað að bíða spenntir eftir nýjum lögum. Davíð Arnar Baldursson segir að fjölbreytnin sé það besta við starf grafískra hönnuða. Hann segir að aðalverðlaun FÍT sé gríðarlegur heiður.Vísir/Vilhelm Undraveröld sem erfitt er að útskýra „Þegar ég var yngri var meiningin alltaf að verða arkitekt eins og pabbi minn. Fljótlega eftir að ég byrjaði í listnámi í fjölbraut var ég hins vegar beðinn um að hanna merki fyrir nemendafélagið. Það má alveg deila um fegurð þessa merkis í dag en við það kviknaði hins vegar mikill áhugi á grafískri hönnun og áður en ég vissi af var ég farinn að hanna veggspjöld, ballmiða, setja upp skólablöðin og ýmislegt fleira fyrir félagið. Eftir þann tíma kom fátt annað til greina en að læra fagið,“ segir Davíð um val sitt að læra grafíska hönnun. Hann segir að Fever Dream verkefnið hafi verið í raun mjög „smooth“ ferli. „Grunnkonseptið var að hluta til klárt þegar ég stíg inn og eftirleikurinn því frekar auðveldur fyrir mína parta. Verkin hans Jóns eru náttúrulega algjörlega stórkostleg og rétt eins og hjá bandinu þá er þetta einhver undraveröld sem erfitt er fyrir mig að útskýra. Hann hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum og á ákveðnu tímabili á mínum unglingsárum átti ég til dæmis nánast bara föt úr búðinni hans. Að fá að vinna með honum var því ákveðinn draumur að rætast fyrir mína parta. Þar sem verkin hans eru yfirleitt frekar óreiðukennd þá lá beinast við að öll mín vinna, grafík og umgjörð, yrði lágstemmd til þess að skapa mótvægi og góðan kontrast.“ Hann segir að það sé fyrst og fremst gríðarlegur heiður og frábær viðurkenning á þeirra vinnu, að fá aðalverðlaun FÍT fyrir verkefnið. Aðspurður hvaða plötuumslag er í persónulegu uppáhaldi, svarar Davíð: „Það er erfitt að gera upp á milli þeirra þar sem öll verkin hans Jóns eru svo stórkostleg. En ef ég þyrfti að velja þá myndi ég líklegast segja „official“ umslagið, þetta bleika, þar sem við Raggi fengum að föndra það upp úr verkunum hans Jóns.“ Plötuumslag OMAM hefur vakið mikla athygli.Mynd/Ragnar Þórhallsson Plötuumslögin alltaf heillað Davíð segir að það megi alveg segja að hann sé mikill tónlistarunnandi. „Ég er svo heppinn að hafa fengið mjög gott tónlistaruppeldi hjá pabba, sem er mikill blúsari, og mætti segja að það hafi mótað minn tónlistarsmekk. Í dag hlusta ég mest megnis á þungarokk, „sækadelískt“ rokk og „alternative“ tónlist. Í seinni tíð hef ég þó verið að víkka sjóndeildarhringinn töluvert. Allt frá hip hopi yfir í bullandi „eighties“ ballöður. Ég er ágætlega virkur á Spotify og hvet alla sem hafa áhuga á að fylgja mér þar.“ Davíð hefur ekki unnið beint fyrir Of Monsters and Men áður en segir að hann hafi þó samt fengið að skipta sér af ýmsu hjá þeim í gegnum tíðina, enda þekkt þau lengi. „Fyrst og fremst finnst mér tónheimurinn þeirra heillandi. Þau hafa skapað sér sinn eigin hljóm sem er algjör undraveröld. Textasmíðin er til dæmis mjög djúp og heillar mig mikið. Svo skemmir kannski ekki fyrir að þetta eru allir góðir vinir mínir í dag.“ Frá sköpun Fever DreamSamsett/Davíð Arnar Baldursson Davíð segir að verkefnin í vinnunni séu jafn misjöfn og þau eru mörg. „Ég hef verið mikið í því að hanna heilar auglýsingaherferðir undanfarin ár. Þar ber kannski helst að nefna Mottumars herferðirnar fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Í slíkum tilvikum nær starf mitt nær alltaf frá fyrstu hugmynd að konseptinu yfir í lokaútfærslu á öllu markaðsefni. Ég hef einnig tekið þátt í stórum mörkunarverkefnum (e. Branding) fyrir samtök og stærri fyrirtæki eins og til dæmis Knattspyrnusamband Íslands. Ég vinn einnig mikið fyrir Hörpu – hvort sem það er markaðsefni fyrir húsið sjálft eða einstaka viðburði á vegum hússins. Plötuumslög hafa einnig alltaf heillað mig og hef ég verið svo heppinn að fá að glíma við þannig verkefni á stofunni, meðal annars fyrir Senu, Baggalút og Stuðmenn svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni, og fleiri, eiga það þó öll sameiginlegt að ég er aldrei einn á ferð í þeirri vinnu heldur alltaf umkringdur frábæru fólki sem ég fæ að vinna með á hverjum degi.“ Auglýsingarnar ákveðið listform Davíð segir að undanfarin misseri hafi hann reynt að gera sem minnst af því að taka að sér „freelance“ verkefni þar sem dagarnir á stofunni eiga það til að vera langir. „Þá er oft ekki mikill tími eða orka afgangs fyrir önnur verkefni. Ég reyni því að velja þau vel og stíla frekar inn á að taka að mér langtímaverkefni fremur en eitthvað sem þarf að vinnast í einhverju stressi. Þar má kannski helst nefna merki og útlit sem ég vann fyrir IÐNÓ fyrir nokkrum árum og auðvitað þessi plötuumslög fyrir Of Monsters and Men – sem og fleiri. Einnig detta inn einstaka verkefni fyrir vini og vandamenn eins og til dæmis tónleikaplaköt og brúðkaupskort.“ Augað sem varð að aðalplötuumslagi OMAM.Mynd/Ragnar Þórhallsson Hann hefur haft í nógu að snúast í samkomubanninu, meðal annars er Brandenburg að leggja lokahönd á skemmtilega herferð fyrir Ferðamálstofu þar sem markmiðið er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar. „Þegar því lýkur fer að styttast í sumarfrí og þá eru það veiðiferðir með pabba og strákunum, vonandi fótboltaleikir hjá mínum mönnum í Stjörnunni og almennt sumarhangs svo eitthvað sé nefnt. Síðan ætla ég auðvitað að ferðast eitthvað meira um landið með kærustunni minni.“ Að hans mati er það skemmtilegasta við starf grafískra hönnuða klárlega fjölbreytnin. „Það hljómar eins og pínu klisja en það er í raun enginn dagur eins. Í auglýsingabransanum gerast hlutirnir yfirleitt mjög hratt og eftir að ég var gerður að umsjónarhönnuði, eða Art Director, á Brandenburg fyrir um fjórum árum þá er starfið orðið enn fjölbreyttara. Einn daginn er maður hanna útlit á heila auglýsingaherferð, skrifa handrit að sjónvarpsauglýsingu og jafnvel velja hvaða rödd er notuð í útvarpsauglýsingar. Daginn eftir er maður kannski bara að hanna lítinn límmiða. En eins og hjá mörgum öðrum grafískum hönnuðum sem ég þekki þá var stefnan alltaf sett á að starfa meira innan menningar- og listaheimsins. Það kom mér hins vegar mikið á óvart hvað auglýsingaheimurinn er ótrúlega kraftmikill, „kreatívur“ og skemmtilegur bransi og í raun ákveðið listform út af fyrir sig. Að fá að snerta á báðum hliðum eru því forréttindi.“
Tíska og hönnun Helgarviðtal Myndlist Tengdar fréttir FÍT-verðlaunin 2020: AuglýsingarFÍT-verðlaunin 2020: Skjáir FÍT-verðlaunin 2020: Prent FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Í flokknum Auglýsingar voru veitt gull- og silfurverðlaun í nokkrum undirflokkum. Þeir eru Auglýsingaherferðir, Umhverfisgrafík, Opinn flokkur og Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla. 28. maí 2020 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
FÍT-verðlaunin 2020: AuglýsingarFÍT-verðlaunin 2020: Skjáir FÍT-verðlaunin 2020: Prent FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Í flokknum Auglýsingar voru veitt gull- og silfurverðlaun í nokkrum undirflokkum. Þeir eru Auglýsingaherferðir, Umhverfisgrafík, Opinn flokkur og Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla. 28. maí 2020 12:00