„Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 20:00 Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir á æfingu. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta lítur mjög vel út,“ segja landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir sem ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Selfossi í sumar. Selfyssingar urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa síðan fengið afar sterka leikmenn, til að mynda í Dagnýju og Önnu Björk. „Við erum nokkrar nýjar þannig að eftir samkomubannið erum við búnar að reyna að púsla okkur betur saman og spila æfingaleiki, og það er mikilvægt að við séum klárar í fyrsta leik. Við höfum núna tvær vikur til stefnu,“ sagði Dagný í Sportinu í dag. Breiðablik og Valur töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð en fá væntanlega meiri samkeppni í sumar: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni, þannig að við munum gefa þeim góða keppni. Ég held að deildin verði sú sterkasta sem verið hefur á Íslandi í langan tíma og það eru önnur lið þarna. Ég hef ekki séð mikið af Þór/KA en Fylkir er með sterkt lið, ÍBV er að bæta mörgum útlendingum við sig, og fleira, þannig að ég held að þetta verði mjög spennandi og maður þarf klárlega að gefa allt í alla leiki. Maður má ekki tapa mörgum stigum því þá er maður farinn úr toppbaráttunni,“ sagði Dagný, og ljóst af öllu á Selfossi að þar er stefnt á titil: „Það er bara þannig. Hér hefur verið mikil uppbygging. Fyrirliði U17-landsliðsins verður með Önnu Björk í miðverðinum, við erum með bakvörð í U19-landsliðinu, og fleiri ungar eru að koma upp. Svo er bara lagt mikið í kvennaboltann hérna, og komið eins fram við okkur eins og strákana. Við fáum jafnmikið og þeir og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Dagný. Alltaf sagt að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni Anna Björk segir ýmsar ástæður fyrir því að hún valdi Selfoss fram yfir sitt uppeldisfélag KR eða önnur lið: „Mér fannst metnaðurinn og stemningin í Selfossi heilla mjög mikið. Svo skoðaði ég líka hópinn, þekki Dagnýju og Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur] mjög vel og fannst spennandi að spila með þeim, og svo er fullt af ungum og efnilegum leikmönnum hér. Það var margt sem að small saman hérna og mér fannst mjög spennandi að prófa nýtt lið sem að enginn bjóst við [að ég færi til],“ sagði Anna. Talsvert hefur verið rætt um launamál hennar eftir stóryrtar yfirlýsingar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Anna Björk virðist ekki kippa sér upp við það: „Ég held að við séum kannski óvanar því í kvennafótbolta [að rætt sé um launamál leikmanna] en ég held að það sé samt sem áður bara flott skref fram á við. Það er alltaf verið að tala um það að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni bara og að það sé gert af virðingu. Við erum alltaf klárar í það.“ Klippa: Sportið í dag - Dagný og Anna Björk um sumarið á Selfossi Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. UMF Selfoss Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Tengdar fréttir Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út,“ segja landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir sem ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Selfossi í sumar. Selfyssingar urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa síðan fengið afar sterka leikmenn, til að mynda í Dagnýju og Önnu Björk. „Við erum nokkrar nýjar þannig að eftir samkomubannið erum við búnar að reyna að púsla okkur betur saman og spila æfingaleiki, og það er mikilvægt að við séum klárar í fyrsta leik. Við höfum núna tvær vikur til stefnu,“ sagði Dagný í Sportinu í dag. Breiðablik og Valur töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð en fá væntanlega meiri samkeppni í sumar: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni, þannig að við munum gefa þeim góða keppni. Ég held að deildin verði sú sterkasta sem verið hefur á Íslandi í langan tíma og það eru önnur lið þarna. Ég hef ekki séð mikið af Þór/KA en Fylkir er með sterkt lið, ÍBV er að bæta mörgum útlendingum við sig, og fleira, þannig að ég held að þetta verði mjög spennandi og maður þarf klárlega að gefa allt í alla leiki. Maður má ekki tapa mörgum stigum því þá er maður farinn úr toppbaráttunni,“ sagði Dagný, og ljóst af öllu á Selfossi að þar er stefnt á titil: „Það er bara þannig. Hér hefur verið mikil uppbygging. Fyrirliði U17-landsliðsins verður með Önnu Björk í miðverðinum, við erum með bakvörð í U19-landsliðinu, og fleiri ungar eru að koma upp. Svo er bara lagt mikið í kvennaboltann hérna, og komið eins fram við okkur eins og strákana. Við fáum jafnmikið og þeir og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Dagný. Alltaf sagt að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni Anna Björk segir ýmsar ástæður fyrir því að hún valdi Selfoss fram yfir sitt uppeldisfélag KR eða önnur lið: „Mér fannst metnaðurinn og stemningin í Selfossi heilla mjög mikið. Svo skoðaði ég líka hópinn, þekki Dagnýju og Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur] mjög vel og fannst spennandi að spila með þeim, og svo er fullt af ungum og efnilegum leikmönnum hér. Það var margt sem að small saman hérna og mér fannst mjög spennandi að prófa nýtt lið sem að enginn bjóst við [að ég færi til],“ sagði Anna. Talsvert hefur verið rætt um launamál hennar eftir stóryrtar yfirlýsingar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Anna Björk virðist ekki kippa sér upp við það: „Ég held að við séum kannski óvanar því í kvennafótbolta [að rætt sé um launamál leikmanna] en ég held að það sé samt sem áður bara flott skref fram á við. Það er alltaf verið að tala um það að við höndlum ekki umfjöllun en við fögnum henni bara og að það sé gert af virðingu. Við erum alltaf klárar í það.“ Klippa: Sportið í dag - Dagný og Anna Björk um sumarið á Selfossi Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
UMF Selfoss Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Tengdar fréttir Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50
Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. 16. maí 2020 17:31
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn