New York Times fjallar um velgengni Reykjavíkurdætra: „Við höfum verið umdeildar á Íslandi“ Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 20:42 Reykjavíkurdætur hafa farið sigurför um Evrópu og segja það hafa verið frelsandi að einblína á erlendan markað. FAcebook Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur er til umfjöllunar í New York Times í dag þar sem þær fara yfir ferilinn, fortíðina og framtíðina. Þær ræða einnig kynjamisrétti sem þær hafa upplifað hér heima og þá ákvörðun að herja meira á erlendan markað. Í viðtalinu er farið yfir upphaf sveitarinnar og hvernig hún varð til. Eftir rappkvennakvöld ákvað hópurinn að stofna hljómsveit, sem upprunalega taldi 21 meðlim. Steiney Skúladóttir, ein Reykjavíkurdætranna, segir að gæðin hafi ekki verið mikil í upphafi en jafnvel þó þær hafi gert breytingar og orðið betri hljómsveit með tímanum hafi sá stimpill enn fylgt hljómsveitinni. „Það var bara okkar einkenni á Íslandi,“ segir Steiney . Þuríður Blær Jóhannsdóttir tekur í svipaðan streng og segir meðlimi hafa verið gagnrýnda fyrir að vera dónalegir og grófir, jafnvel verri en karlkyns rapparar á þeim tíma. Það hafi þó ekki verið rétt. „Við vorum bara nákvæmlega jafn dónalegar og þeir.“ Þá segir hún að þrátt fyrir mikla velgengni á erlendri grundu sé sveitin umdeild hér heima og fólk ýmist elski þær eða hati. „Við höfum verið umdeildar á Íslandi, í rauninni.“ Ummæli Gauta særðu Í viðtalinu rifja þær einnig upp ummæli rapparans Emmsjé Gauta þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína að sveitin væri „feit pæling sem gengi ekki upp“. Í umfjöllun Vísis um málið á sínum tíma sagði Gauti að sveitin væri velkomin í senuna og það væri jákvætt að sjá kvenkyns rappara stíga fram á sjónarsviðið, en Reykjavíkurdætur væru eins og „barnaafmæli þar sem öllum í bekknum værir boðið“ og þar af leiðandi væru þær ekki góðar. „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með,“ sagði Gauti. Í viðtalinu við New York Times segir Salka Valsdóttir að ummælin hafi gert það að verkum að það var orðið viðurkennt að láta neikvæð ummæli falla um sveitina og sýna þeim vanvirðingu. Jafnframt hafi þau haft mikil áhrif í ljósi þess hversu lítið samfélag Ísland er og tónlistariðnaðurinn enn minni. Ákváðu að horfa út fyrir landsteinana eftir atriði í þætti Gísla Marteins Árið 2016 komu Reykjavíkurdætur fram í Vikunni með Gísla Marteini og fluttu lagið sitt Ógeðsleg. Í sama þætti var leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir á meðal gesta og vakti það mikla athygli þegar hún yfirgaf sjónvarpssalinn í miðju atriði. Líkti hún atriði sveitarinnar við það að vera „nauðgað í beinni útsendingu“. Atriðið vakti mikla athygli og varð umdeilt á samfélagsmiðlum. Að sögn Steineyjar var þó ekkert athugavert við atriðið, fyrir utan það að einn meðlimur sveitarinnar var með svokallaðan „strap-on“ þegar þær fluttu atriðið. „Þegar ég kom heim og fór í tölvuna var fólk að bara: Guð minn góður, þær eru ógeðslegar! Þær eru það versta sem hefur komið fyrir Ísland!“ segir Steiney í viðtalinu. Atvikinu er lýst sem ákveðnum vendipunkti á ferli sveitarinnar. Eftir viðbrögðin ákváðu þær að einblína á erlendan markað, það hafi verið erfitt að gefa út tónlist á Íslandi og þær hafi í raun óttast það í ljósi þess hversu neikvæð viðbrögðin voru. „Við vorum hræddar við að gera tónlist því við fengum svo mikið hatur út á allt sem við gerðum,“ segir Steiney og bætir við að þær hafi verið mun frjálsari eftir að þær ákváðu að horfa annað. Í dag hafa þær notið mikilla vinsælda fyrir utan landsteinana og segir Katrín Helga Andrésdóttir að þær séu í raun mun stærri og vinsælli en íslenskir karlkynsrapparar á heimsvísu. Markmiðið sé þó fyrst og fremst að skemmta sér og gefa út tónlist sem sé valdeflandi fyrir aðrar konur. Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur stukku út í laug undir lok tónleikanna Í hádeginu í dag héldu Reykjavíkurdætur tónleika hér á Vísi í beinni útsendingu og fóru þeir fram í við Sundhöll Reykjavíkur. 8. maí 2020 14:30 Samkoma: Tónleikar með Reykjavíkurdætrum Reykjavíkurdætur halda tónleika á Vísi í hádeginu. 8. maí 2020 10:16 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur er til umfjöllunar í New York Times í dag þar sem þær fara yfir ferilinn, fortíðina og framtíðina. Þær ræða einnig kynjamisrétti sem þær hafa upplifað hér heima og þá ákvörðun að herja meira á erlendan markað. Í viðtalinu er farið yfir upphaf sveitarinnar og hvernig hún varð til. Eftir rappkvennakvöld ákvað hópurinn að stofna hljómsveit, sem upprunalega taldi 21 meðlim. Steiney Skúladóttir, ein Reykjavíkurdætranna, segir að gæðin hafi ekki verið mikil í upphafi en jafnvel þó þær hafi gert breytingar og orðið betri hljómsveit með tímanum hafi sá stimpill enn fylgt hljómsveitinni. „Það var bara okkar einkenni á Íslandi,“ segir Steiney . Þuríður Blær Jóhannsdóttir tekur í svipaðan streng og segir meðlimi hafa verið gagnrýnda fyrir að vera dónalegir og grófir, jafnvel verri en karlkyns rapparar á þeim tíma. Það hafi þó ekki verið rétt. „Við vorum bara nákvæmlega jafn dónalegar og þeir.“ Þá segir hún að þrátt fyrir mikla velgengni á erlendri grundu sé sveitin umdeild hér heima og fólk ýmist elski þær eða hati. „Við höfum verið umdeildar á Íslandi, í rauninni.“ Ummæli Gauta særðu Í viðtalinu rifja þær einnig upp ummæli rapparans Emmsjé Gauta þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína að sveitin væri „feit pæling sem gengi ekki upp“. Í umfjöllun Vísis um málið á sínum tíma sagði Gauti að sveitin væri velkomin í senuna og það væri jákvætt að sjá kvenkyns rappara stíga fram á sjónarsviðið, en Reykjavíkurdætur væru eins og „barnaafmæli þar sem öllum í bekknum værir boðið“ og þar af leiðandi væru þær ekki góðar. „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með,“ sagði Gauti. Í viðtalinu við New York Times segir Salka Valsdóttir að ummælin hafi gert það að verkum að það var orðið viðurkennt að láta neikvæð ummæli falla um sveitina og sýna þeim vanvirðingu. Jafnframt hafi þau haft mikil áhrif í ljósi þess hversu lítið samfélag Ísland er og tónlistariðnaðurinn enn minni. Ákváðu að horfa út fyrir landsteinana eftir atriði í þætti Gísla Marteins Árið 2016 komu Reykjavíkurdætur fram í Vikunni með Gísla Marteini og fluttu lagið sitt Ógeðsleg. Í sama þætti var leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir á meðal gesta og vakti það mikla athygli þegar hún yfirgaf sjónvarpssalinn í miðju atriði. Líkti hún atriði sveitarinnar við það að vera „nauðgað í beinni útsendingu“. Atriðið vakti mikla athygli og varð umdeilt á samfélagsmiðlum. Að sögn Steineyjar var þó ekkert athugavert við atriðið, fyrir utan það að einn meðlimur sveitarinnar var með svokallaðan „strap-on“ þegar þær fluttu atriðið. „Þegar ég kom heim og fór í tölvuna var fólk að bara: Guð minn góður, þær eru ógeðslegar! Þær eru það versta sem hefur komið fyrir Ísland!“ segir Steiney í viðtalinu. Atvikinu er lýst sem ákveðnum vendipunkti á ferli sveitarinnar. Eftir viðbrögðin ákváðu þær að einblína á erlendan markað, það hafi verið erfitt að gefa út tónlist á Íslandi og þær hafi í raun óttast það í ljósi þess hversu neikvæð viðbrögðin voru. „Við vorum hræddar við að gera tónlist því við fengum svo mikið hatur út á allt sem við gerðum,“ segir Steiney og bætir við að þær hafi verið mun frjálsari eftir að þær ákváðu að horfa annað. Í dag hafa þær notið mikilla vinsælda fyrir utan landsteinana og segir Katrín Helga Andrésdóttir að þær séu í raun mun stærri og vinsælli en íslenskir karlkynsrapparar á heimsvísu. Markmiðið sé þó fyrst og fremst að skemmta sér og gefa út tónlist sem sé valdeflandi fyrir aðrar konur.
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur stukku út í laug undir lok tónleikanna Í hádeginu í dag héldu Reykjavíkurdætur tónleika hér á Vísi í beinni útsendingu og fóru þeir fram í við Sundhöll Reykjavíkur. 8. maí 2020 14:30 Samkoma: Tónleikar með Reykjavíkurdætrum Reykjavíkurdætur halda tónleika á Vísi í hádeginu. 8. maí 2020 10:16 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Reykjavíkurdætur stukku út í laug undir lok tónleikanna Í hádeginu í dag héldu Reykjavíkurdætur tónleika hér á Vísi í beinni útsendingu og fóru þeir fram í við Sundhöll Reykjavíkur. 8. maí 2020 14:30
Samkoma: Tónleikar með Reykjavíkurdætrum Reykjavíkurdætur halda tónleika á Vísi í hádeginu. 8. maí 2020 10:16