Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 18:31 Arngrímur var handtekinn í Namibíu í nóvember á síðasta ári. NAMIBIAN BROADCASTING CORPORATION Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent