Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna: „Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2020 19:30 Þórunn Bjarnadóttir hefur verið búsett í Minneapolis í nærri fjóra áratugi. Vísir/Þórður Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“ Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48
Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57