Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 22:41 Villikettir náðu loksins í skottið á Mongúsi eftir ítrekaðar tilraunir. Þar fékk hann þá aðhlynningu sem hann þurfti og mun hann nú reyna að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði eftir að hafa verið til mikilla vandræða undanfarin ár. Facebook Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni. Dýr Hveragerði Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni.
Dýr Hveragerði Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira