„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 22:58 Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“ Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent