Viðskipti innlent

Margrét til liðs við Brunn Ventures

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Brunn ventures

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Brunn Ventures, vísisjóðs sem hefur fjárfest í ellefu íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum.

Í tilkynningu segir að Margrét búi að víðtækri reynslu á sviði tækni og fjármála og hafið störf hjá Carbon Recycling International árið 2015.

„Hún hefur setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá árinu 2017, nú síðast sem aðstoðarforstjóri. Áður var hún hjá Landsbankanum í ráðgjöf til fyrirtækja og í vöruþróun. Þar áður hjá verkfræðistofunni VGK. 

Á undanförnum árum hefur hún verið í ýmsum stjórnum og ráðum ásamt því að hafa tekið þátt í verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Hún tók nýverið sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins,“ segir í tilkynningunni.

Margrét er iðnaðarverkfræðingur og lauk jafnframt M.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. prófi í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×