„Var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2020 10:29 María Rut og Ingileif gengu í það heilaga árið 2018. mynd/stöð 2 Þær fóru í gegnum framhaldsskóla án þess að koma út úr skápnum í þeirri von um að falla betur inn í hópinn. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fóru af stað með nýtt hlaðvarp á dögunum sem kallast Raunveruleikinn. Þar ræða þær um sjálfsmynd fólks, kvíða og ástina svo eitthvað sé nefnt. Ingileif og María hafa verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks á Íslandi, verið áberandi í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. „Þetta er einhvern veginn miðill sem okkur finnst ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur og við getum verið í flæði og ég held að hlustendum líði svolítið eins og þeir séu hérna með okkur heima í stofu. Hlaðvarpið snýst í raun um raunveruleikann og aðallega um mannlega hegðun og hluti sem sameinar okkur öll,“ segir Ingileif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þarna er verið að skafa ofan af okkur og tilverunni og við höfum svo mikinn áhuga á manneskjunni, þetta spendýr sem er svo merkilegt og skrýtið í senn. Við fórum svolítið að kafa ofan í það hvar gerir manneskjuna að manneskju,“ segir María Rut. Mjög frelsandi Ingileif og María taka fyrir ákveðin málefni í hverjum þætti og fara í gegnum reynslusögur í þeirri von um að geta hjálpað öðrum. Þær ræða meðal annars um ástina, hvernig þær kynntust og hvernig það var fyrir þær að koma út úr skápnum eftir menntaskóla. „Það var rosalega frelsandi. Ég var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus af því að ég hafði aldrei fundið mjög djúpar tilfinningar, allavega ekki mjög djúpar og ekki þessar sem ég fann þegar ég fann Ingileif. Þetta er svolítið eins og að vera alltaf að kyngja samviskubiti eða sjálfum sér. Maður er að kyngja sjálfinu sínu endalaust þegar maður er inni í skápnum. Það læddist alveg snemma að mér sá grunur að ég gæti verið samkynhneigð en ég leyfði mér aldrei að hugsa þá hugsun til enda og leyfði mér ekkert að finna fyrir því fyrr en ég kem út úr skápnum 21 árs,“ segir María. Hjónin eiga saman einn níu mánaða dreng og síðan eignaðist María dreng fyrir 13 árum. Falleg vísitölufjölskylda. mynd/stöð2 „Þegar ég kem út úr skápnum voru aðeins liðin þrjú ár frá því að hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð. Þegar maður sérð það í samfélagsumræðunni og í jafnvel í lögum að fólk megi ekki vera nákvæmlega eins og það vill þá er maður auðvitað ekkert spenntur fyrir því að játa að maður sé öðruvísi, þó svo að við séum í rauninni á því að við séum ekkert öðruvísi og erum eins og hver önnur hjón og eigum bara okkur fjölskyldu eins og hver annar,“ segir Ingileif. „Við eigum börn og gott líf. Það kemur ekkert að sjálfum sér og við höfum alveg unnið fyrir því. Þetta er enginn endanleiki og bara partur af þessari mannlegu flóru og ég hef alltaf sagt að ég held að lífið væri mjög leiðinlegt ef við værum öll eins,“ segir María sem átti einn dreng úr fyrra sambandi. Þær tóku síðan þá ákvörðun að eignast annað barn og gekk Ingileif með það. „Við vorum ótrúlega heppnar með það hvað það gekk vel og heppnaðist í fyrstu tilraun. Þetta er auðvitað eitthvað sem gerist ekki óvart í okkar tilviki. Við eigum alveg ótrúlega vel heppnaðan níu mánaða gamlan strák og eigum síðan þrettán ára strák og erum algjör kjarnafjölskylda,“ segir Ingileif. Fengu óviðeigandi athugasemdir „Það er svolítið öðruvísi að vera 18 ára eða 30 ára í þessu ferli en mér fannst ótrúlega áhugavert að vera aðstandandi einstaklings sem er að ganga með barn hafandi gengið með barn sjálf,“ segir María. „Við fengum alveg athugasemdir í commentakerfi að við værum að svipta barninu einhverju og það ætti ekki pabba, bara tvær mömmur og það væri eitthvað rangt að við værum tvær konur að fara eignast barn. Okkar reynsla í gegnum þetta allt saman er að í rauninni er þetta bara frábært og kannski forskot á meðgöngunni ef eitthvað er,“ segir Ingileif. „Barnauppeldi snýst að einhverju leyti bara um kærleika og ramma og að búa til góð skilyrði og ég held að það sé ekki skilgreint hvers kyn maður er og meira eftir manneskjunum. Það var alveg einhverjum sem fannst þetta alveg ótækt að við ætluðum að gera barninu það að tvær konur væru að eignast það saman,“ segir María en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Þær fóru í gegnum framhaldsskóla án þess að koma út úr skápnum í þeirri von um að falla betur inn í hópinn. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fóru af stað með nýtt hlaðvarp á dögunum sem kallast Raunveruleikinn. Þar ræða þær um sjálfsmynd fólks, kvíða og ástina svo eitthvað sé nefnt. Ingileif og María hafa verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks á Íslandi, verið áberandi í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. „Þetta er einhvern veginn miðill sem okkur finnst ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur og við getum verið í flæði og ég held að hlustendum líði svolítið eins og þeir séu hérna með okkur heima í stofu. Hlaðvarpið snýst í raun um raunveruleikann og aðallega um mannlega hegðun og hluti sem sameinar okkur öll,“ segir Ingileif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þarna er verið að skafa ofan af okkur og tilverunni og við höfum svo mikinn áhuga á manneskjunni, þetta spendýr sem er svo merkilegt og skrýtið í senn. Við fórum svolítið að kafa ofan í það hvar gerir manneskjuna að manneskju,“ segir María Rut. Mjög frelsandi Ingileif og María taka fyrir ákveðin málefni í hverjum þætti og fara í gegnum reynslusögur í þeirri von um að geta hjálpað öðrum. Þær ræða meðal annars um ástina, hvernig þær kynntust og hvernig það var fyrir þær að koma út úr skápnum eftir menntaskóla. „Það var rosalega frelsandi. Ég var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus af því að ég hafði aldrei fundið mjög djúpar tilfinningar, allavega ekki mjög djúpar og ekki þessar sem ég fann þegar ég fann Ingileif. Þetta er svolítið eins og að vera alltaf að kyngja samviskubiti eða sjálfum sér. Maður er að kyngja sjálfinu sínu endalaust þegar maður er inni í skápnum. Það læddist alveg snemma að mér sá grunur að ég gæti verið samkynhneigð en ég leyfði mér aldrei að hugsa þá hugsun til enda og leyfði mér ekkert að finna fyrir því fyrr en ég kem út úr skápnum 21 árs,“ segir María. Hjónin eiga saman einn níu mánaða dreng og síðan eignaðist María dreng fyrir 13 árum. Falleg vísitölufjölskylda. mynd/stöð2 „Þegar ég kem út úr skápnum voru aðeins liðin þrjú ár frá því að hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð. Þegar maður sérð það í samfélagsumræðunni og í jafnvel í lögum að fólk megi ekki vera nákvæmlega eins og það vill þá er maður auðvitað ekkert spenntur fyrir því að játa að maður sé öðruvísi, þó svo að við séum í rauninni á því að við séum ekkert öðruvísi og erum eins og hver önnur hjón og eigum bara okkur fjölskyldu eins og hver annar,“ segir Ingileif. „Við eigum börn og gott líf. Það kemur ekkert að sjálfum sér og við höfum alveg unnið fyrir því. Þetta er enginn endanleiki og bara partur af þessari mannlegu flóru og ég hef alltaf sagt að ég held að lífið væri mjög leiðinlegt ef við værum öll eins,“ segir María sem átti einn dreng úr fyrra sambandi. Þær tóku síðan þá ákvörðun að eignast annað barn og gekk Ingileif með það. „Við vorum ótrúlega heppnar með það hvað það gekk vel og heppnaðist í fyrstu tilraun. Þetta er auðvitað eitthvað sem gerist ekki óvart í okkar tilviki. Við eigum alveg ótrúlega vel heppnaðan níu mánaða gamlan strák og eigum síðan þrettán ára strák og erum algjör kjarnafjölskylda,“ segir Ingileif. Fengu óviðeigandi athugasemdir „Það er svolítið öðruvísi að vera 18 ára eða 30 ára í þessu ferli en mér fannst ótrúlega áhugavert að vera aðstandandi einstaklings sem er að ganga með barn hafandi gengið með barn sjálf,“ segir María. „Við fengum alveg athugasemdir í commentakerfi að við værum að svipta barninu einhverju og það ætti ekki pabba, bara tvær mömmur og það væri eitthvað rangt að við værum tvær konur að fara eignast barn. Okkar reynsla í gegnum þetta allt saman er að í rauninni er þetta bara frábært og kannski forskot á meðgöngunni ef eitthvað er,“ segir Ingileif. „Barnauppeldi snýst að einhverju leyti bara um kærleika og ramma og að búa til góð skilyrði og ég held að það sé ekki skilgreint hvers kyn maður er og meira eftir manneskjunum. Það var alveg einhverjum sem fannst þetta alveg ótækt að við ætluðum að gera barninu það að tvær konur væru að eignast það saman,“ segir María en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp