Guðmundur Franklín sækir nánast allt sitt fylgi til Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 4. júní 2020 18:40 Sex einstaklingar, fimm karlar og ein kona, hafa hingað til fundið leiðina til Bessastaða. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi sækir bróðurpart fylgis síns til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkin ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Gallup. Hann hefur ekkert fylgi meðal kjósenda þriggja flokka og lítið meðal kvenna. Guðni hefur afgerandi forskot á Guðmund Franklín Jónsson samkvæmt nýrri könnun Gallup.Grafík/HÞ Könnunin var gerð dagana 29. maí til 3. júní og sögðust 90,4 prósent ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson en 9,6 prósent Guðmund Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasala og hótelstjóra. Karlar eru mun líklegri en konur til að kjósa Guðmund Franklín.Grafík/HÞ Töluverður munur er á afstöðu kynjanna því 14 prósent karla myndu kjósa Guðmund Franklín í dag en 86 prósent Guðna. Mikill meirihluti kvenna styður Guðna Th. Jóhannesson til áframhaldandi setu á Bessastöðum.Grafík/HÞ Hins vegar myndu 95 prósent kvenna kjósa Guðna og fimm prósent Guðmund Franklín. Þá er áberandi að hann sækir bróðurpart fylgisins til þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú, eða 55 prósent en fjöríu og fimm prósent þeirra myndu kjós Guðna. Þá myndu 24 prósent þeirra sem ætla að kjósa aðra flokka en nú eru á Alþingi kjósa Guðmund Franklín. Enginn þeirra sem kjósa myndu Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn myndi kjósa Guðmund Franklín í embætti forseta Íslands.Grafík/HÞ Tíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins myndu kjósa hann eins og sjö prósent kjósenda Vinstri grænna og fimm prósent kjósenda Framsóknarflokksins. En allir þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn myndu kjósa Guðna forseta. Strax að loknum kvöldfréttum sýnir stöð 2 þáttinn Leiðin til Bessastaða í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Þar minnir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á að Guðni hafi notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar allt kjörtímabilið. Hann hafi skorað mjög hátt í öllum könnunum þar sem spurt hafi verið út í hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf hans. „Þannig að það að ætla að fara í framboð gegn Guðna í þeim tilgangi að vinna hann virkar kannski ekki mjög raunhæft,“ segir Ólafur. Þannig að við eru kannski að fara að horfa upp á að kosningarnar sem fram fara 27. júní fari á svipaðan hátt og þegar Sigrún bauð sig fram gegn Vigdísi? Ólafur Þ. Harðarson telur líklegt að úrslit forsetakosninganna 27. júní verði svipuð og þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988.Stöð 2/Arnar „Það er ekkert ólíklegt og annað sem gæti gerst og gerðist reyndar 1988 að ef það eru tveir í kjöri, segjum vinsæll forseti og flestir telja að hann sé alveg öruggur um sigur; er líklegt að kjörsókn minnki. Hún fór niður um 10 til tuttugu prósent áttatíu og átta og það gæti gerst líka núna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Leiðin til Bessastaða er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:55. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22 Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32 Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi sækir bróðurpart fylgis síns til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkin ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Gallup. Hann hefur ekkert fylgi meðal kjósenda þriggja flokka og lítið meðal kvenna. Guðni hefur afgerandi forskot á Guðmund Franklín Jónsson samkvæmt nýrri könnun Gallup.Grafík/HÞ Könnunin var gerð dagana 29. maí til 3. júní og sögðust 90,4 prósent ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson en 9,6 prósent Guðmund Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasala og hótelstjóra. Karlar eru mun líklegri en konur til að kjósa Guðmund Franklín.Grafík/HÞ Töluverður munur er á afstöðu kynjanna því 14 prósent karla myndu kjósa Guðmund Franklín í dag en 86 prósent Guðna. Mikill meirihluti kvenna styður Guðna Th. Jóhannesson til áframhaldandi setu á Bessastöðum.Grafík/HÞ Hins vegar myndu 95 prósent kvenna kjósa Guðna og fimm prósent Guðmund Franklín. Þá er áberandi að hann sækir bróðurpart fylgisins til þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú, eða 55 prósent en fjöríu og fimm prósent þeirra myndu kjós Guðna. Þá myndu 24 prósent þeirra sem ætla að kjósa aðra flokka en nú eru á Alþingi kjósa Guðmund Franklín. Enginn þeirra sem kjósa myndu Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn myndi kjósa Guðmund Franklín í embætti forseta Íslands.Grafík/HÞ Tíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins myndu kjósa hann eins og sjö prósent kjósenda Vinstri grænna og fimm prósent kjósenda Framsóknarflokksins. En allir þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn myndu kjósa Guðna forseta. Strax að loknum kvöldfréttum sýnir stöð 2 þáttinn Leiðin til Bessastaða í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Þar minnir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á að Guðni hafi notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar allt kjörtímabilið. Hann hafi skorað mjög hátt í öllum könnunum þar sem spurt hafi verið út í hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf hans. „Þannig að það að ætla að fara í framboð gegn Guðna í þeim tilgangi að vinna hann virkar kannski ekki mjög raunhæft,“ segir Ólafur. Þannig að við eru kannski að fara að horfa upp á að kosningarnar sem fram fara 27. júní fari á svipaðan hátt og þegar Sigrún bauð sig fram gegn Vigdísi? Ólafur Þ. Harðarson telur líklegt að úrslit forsetakosninganna 27. júní verði svipuð og þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988.Stöð 2/Arnar „Það er ekkert ólíklegt og annað sem gæti gerst og gerðist reyndar 1988 að ef það eru tveir í kjöri, segjum vinsæll forseti og flestir telja að hann sé alveg öruggur um sigur; er líklegt að kjörsókn minnki. Hún fór niður um 10 til tuttugu prósent áttatíu og átta og það gæti gerst líka núna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Leiðin til Bessastaða er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:55.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22 Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32 Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. 26. maí 2020 10:22
Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25. maí 2020 16:32
Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Guðmundur Franklín Jónsson segir framboð sitt snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. 25. maí 2020 11:10
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent