Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 15:41 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Sjá meira