Líflegt í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2020 14:08 Fallegur urriði úr Elliðavatni Mynd: KL Við fáum alltaf reglulega fréttir frá lesendum sem hafa verið duglegir að segja okkur frá því sem á daga þeirra hefur drifið og einn af þeim er Snorri Óskarsson. Hann var við Elliðavatn í morgun í frábæri veiðiveðri og þeim félögum gekk afskaplega vel. Þeir voru saman með fjórtán urriða, allt á flugu og stærðin var mest um eitt til tvö pund en einn fjögurra punda fiskur kom þó á land líka. Fengu allt á litlar flugur Þeir fengu þetta allt á litlar flugur í stærðum 16-18, bæði púpur og þurrflugu og á tímabili segir Snorri að vatnið hafi hreinlega kraumað þar sem þeir voru við veiðar. Veiðimenn sem voru í kringum þá gekk líka ágætlega og það var greinilega að það var tökugleði við vatnið í morgun. Stangveiði Reykjavík Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Öflugar haustflugur í laxinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði
Við fáum alltaf reglulega fréttir frá lesendum sem hafa verið duglegir að segja okkur frá því sem á daga þeirra hefur drifið og einn af þeim er Snorri Óskarsson. Hann var við Elliðavatn í morgun í frábæri veiðiveðri og þeim félögum gekk afskaplega vel. Þeir voru saman með fjórtán urriða, allt á flugu og stærðin var mest um eitt til tvö pund en einn fjögurra punda fiskur kom þó á land líka. Fengu allt á litlar flugur Þeir fengu þetta allt á litlar flugur í stærðum 16-18, bæði púpur og þurrflugu og á tímabili segir Snorri að vatnið hafi hreinlega kraumað þar sem þeir voru við veiðar. Veiðimenn sem voru í kringum þá gekk líka ágætlega og það var greinilega að það var tökugleði við vatnið í morgun.
Stangveiði Reykjavík Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Öflugar haustflugur í laxinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði