WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 20:22 Margir ráku upp stór augu þegar Maria van Kerkhove sagði einkennalaus smit „afar fátíð“ á blaðamannafundi í gær. WHO boðaði til annars blaðamannafundar í dag þar sem hún bar það til baka. Vísir/EPA Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira