Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 11:58 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens. Vísir/Friðrik Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið 17@reykjavik.is. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní. 17. júní Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið 17@reykjavik.is. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní.
17. júní Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira