Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2020 21:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir flest benda til þess að setjast þurfi aftur að samningaborðinu í haust. Vísir/Stöð2 Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11