Mannleg mistök orsök strands við Helguvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 18:24 Fjordvik strandaði í Helguvík í nóvember 2018. Vísir/Jóhann K. Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla. Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.
Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira