Flott opnun í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2020 07:42 Veitt í Tunguvaði Eystri Rangá Eystri Rangá opnaði fyrir veiði í gær og miðað við hvernig áin fer af stað má reikna með góðu sumri þar á bæ. Fyrir opnun á ánni höfðu menn séð laxa víða í henni og það á flestum svæðum. Það kemur þess vegna ekkert mikið á óvart að það hafi tekist vel til á fyrsta degi sem Eystri Rangá er veidd. Strax fyrir hádegi voru komnir átta laxar á land og nokkrir sem sluppu af færi veiðimanna en laxinn sem veiddist er bæði vænn og vel haldinn. Laxa varð vart víða í ánni og það eru orðin nokkur ár síðan það hefur gengið jafn vel á fyrsta degi í henni. Eystri Rangá hefur lengi verið ein af aflahæstu ám landsins og hækkandi hlutfall tveggja ára laxa á þátt í því að auka vinsældir hennar. Undanfarin ár hefur tveggja ára lax verið stór ef ekki stærsti hluti veiðinnar fyrstu tvær til þrjár vikurnar svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta gert ráð fyrir því að þegar flugan verður tekinn að þá er líklega og vonandi stór lax á flugunni. Það verður spennandi að fylgjast með Eystri Rangá næstu daga og vikur. Lokatala gærdagsins var sextán laxar. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði
Eystri Rangá opnaði fyrir veiði í gær og miðað við hvernig áin fer af stað má reikna með góðu sumri þar á bæ. Fyrir opnun á ánni höfðu menn séð laxa víða í henni og það á flestum svæðum. Það kemur þess vegna ekkert mikið á óvart að það hafi tekist vel til á fyrsta degi sem Eystri Rangá er veidd. Strax fyrir hádegi voru komnir átta laxar á land og nokkrir sem sluppu af færi veiðimanna en laxinn sem veiddist er bæði vænn og vel haldinn. Laxa varð vart víða í ánni og það eru orðin nokkur ár síðan það hefur gengið jafn vel á fyrsta degi í henni. Eystri Rangá hefur lengi verið ein af aflahæstu ám landsins og hækkandi hlutfall tveggja ára laxa á þátt í því að auka vinsældir hennar. Undanfarin ár hefur tveggja ára lax verið stór ef ekki stærsti hluti veiðinnar fyrstu tvær til þrjár vikurnar svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta gert ráð fyrir því að þegar flugan verður tekinn að þá er líklega og vonandi stór lax á flugunni. Það verður spennandi að fylgjast með Eystri Rangá næstu daga og vikur. Lokatala gærdagsins var sextán laxar.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði