Tesla Model S mun komast yfir 640 kílómetra á einni hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. júní 2020 07:00 Tesla Model S fyrir utan Tesla-verksmiðjuna í Kaliforníu. Vísir/AP Frelsið sem felst í að komast hvert sem er er stór hluti af hugsjón Tesla. Frá 15. júní munu allir Model S Long Range seldir í Norður-Ameríku hafa yfir 640 km drægni. Það er nærri því 20% aukning frá því sem áður var. Frá því Tesla kynnti Model S sem komst yfir 420 km, árið 2012 hefur hverjum einasta steini verið velt við til að reyna að skapa besta mögulega götubílinn segir í fréttatilkynningu frá Tesla. Léttari Massi er óvinur skilvirkninnar og frammistöðunnar. Léttari bíll mun skila meiri drægni og betri frammistöðu. Tesla hefur gengið langt í að létta íhluti bílsins. Þá nýtur Model S nú góðs af lærdómum Tesla við smíði á Model 3 og Model X. Nýjar felgur Nýjar felgur með betri loftflæðishönnun ásamt nýju sérhönnuðu dekki skila samtals um 2% aukningu í drægni á hraðbrautum. Aukin endurhleðsla við hemlun HOLD, sem er nýjasta akstursstillingin hjá Tesla, hægir á bílnum þegar inngjöfinni er sleppt. Endurheimt í gegnum hemlun virkar nú á lægri hraða en áður. Vistvænir bílar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Frelsið sem felst í að komast hvert sem er er stór hluti af hugsjón Tesla. Frá 15. júní munu allir Model S Long Range seldir í Norður-Ameríku hafa yfir 640 km drægni. Það er nærri því 20% aukning frá því sem áður var. Frá því Tesla kynnti Model S sem komst yfir 420 km, árið 2012 hefur hverjum einasta steini verið velt við til að reyna að skapa besta mögulega götubílinn segir í fréttatilkynningu frá Tesla. Léttari Massi er óvinur skilvirkninnar og frammistöðunnar. Léttari bíll mun skila meiri drægni og betri frammistöðu. Tesla hefur gengið langt í að létta íhluti bílsins. Þá nýtur Model S nú góðs af lærdómum Tesla við smíði á Model 3 og Model X. Nýjar felgur Nýjar felgur með betri loftflæðishönnun ásamt nýju sérhönnuðu dekki skila samtals um 2% aukningu í drægni á hraðbrautum. Aukin endurhleðsla við hemlun HOLD, sem er nýjasta akstursstillingin hjá Tesla, hægir á bílnum þegar inngjöfinni er sleppt. Endurheimt í gegnum hemlun virkar nú á lægri hraða en áður.
Vistvænir bílar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent