„Tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu við hátíðarhöld á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“ 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira