Vænar bleikjur að veiðast við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2020 09:29 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd: KL Eftir heldur rólegan maímánuið og satt best að segja var byrjun júní ekkert sérstök heldur þá hefur veiðin heldur betur glæðst við bakka Þingvallavatns. Við höfum reglulega heyrt í þeim sem stunda vatnið af miklulm móð og flestir eru sammála því að það hefur mikið lifnað yfir veiðinni á bleikju síðan vatnið fór aðeins að hlýna. Þetta er um það bil tveimur vikum seinna á ferðinni en á venjulegu sumri en kalt vorið setti þar strik í reikninginn. Það virðist vera góð veiði sama hvar drepið er niður færi í Þjóðgarðinum en eins og venjulega eru þó helstu veiðistaðir meira sóttir en aðrir. Það sem helst er rætt milli veiðimanna er að heilt yfir er mun meira af veiðast af vænni bleikju en oft áður og 3-4 punda bleikjur bara daglegt brauð hjá flestum. Það er þó við það sama að kvartað er undan því að ágangur veiðimanna á sumum veiðistöðum er þannig að einhverjir veiðimenn kunna ekki alveg grundvallar kurteisi í veiði.Það lýsir sér til dæmis í tilfelli við vatnið í gær hjá einum vina Veiðivísis sem var búinn að koma sér vel fyrir á ágætum ómertkum veiðistað, er að landa fyrstu bleikju morgunsins þegar fjórir veiðimenn sjá til hans, raða sér í kringum hann og byrja að spúna á fullu. Svona gerir maður ekki. Stangveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði
Eftir heldur rólegan maímánuið og satt best að segja var byrjun júní ekkert sérstök heldur þá hefur veiðin heldur betur glæðst við bakka Þingvallavatns. Við höfum reglulega heyrt í þeim sem stunda vatnið af miklulm móð og flestir eru sammála því að það hefur mikið lifnað yfir veiðinni á bleikju síðan vatnið fór aðeins að hlýna. Þetta er um það bil tveimur vikum seinna á ferðinni en á venjulegu sumri en kalt vorið setti þar strik í reikninginn. Það virðist vera góð veiði sama hvar drepið er niður færi í Þjóðgarðinum en eins og venjulega eru þó helstu veiðistaðir meira sóttir en aðrir. Það sem helst er rætt milli veiðimanna er að heilt yfir er mun meira af veiðast af vænni bleikju en oft áður og 3-4 punda bleikjur bara daglegt brauð hjá flestum. Það er þó við það sama að kvartað er undan því að ágangur veiðimanna á sumum veiðistöðum er þannig að einhverjir veiðimenn kunna ekki alveg grundvallar kurteisi í veiði.Það lýsir sér til dæmis í tilfelli við vatnið í gær hjá einum vina Veiðivísis sem var búinn að koma sér vel fyrir á ágætum ómertkum veiðistað, er að landa fyrstu bleikju morgunsins þegar fjórir veiðimenn sjá til hans, raða sér í kringum hann og byrja að spúna á fullu. Svona gerir maður ekki.
Stangveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði