Taka þurfti á hvolpasölu innan embættis ríkislögreglustjóra Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 10:58 Haraldur Johannessen þáverandi ríkislögreglustjóri þverneitaði að svara spurningum Vísis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi það í góðu lagi en eftir að umboðsmaður Alþingis kom að málinu snérist þeim hjá embættinu hugur. visir/vilhelm/getty Árið 2013 þurfti embætti ríkislögreglustjóra, sem þá var í tíð Haraldar Johannessen, að taka á máli sem sneri að hvolpasölu undan sprengjuleitarhundi sem var í eigu embættisins. Var talið að starfsmaður embættisins, sem hafði umsjá með tík af labradorkyni, hefði selt hvolpa undan tíkinni. Um er að ræða got sex hvolpa í Reykjavík. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að um einangrað tilfelli sé að ræða og að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort hvolparnir voru seldir eða fyrir hvað upphæð. „Aftur á móti beið embætti ríkislögreglustjóra ekki fjárhagslegt tjón af.“ Engin krafa var gerð um að umræddur starfsmaður endurgreiddi söluhagnað þar sem ekki lá fyrir hvort um slíkt væri að ræða. Ekki gerð krafa um endurgreiðslu Sprengjuleitarhundar eru sérvaldir og sérþjálfaðir þannig að um einkar eftirsótta hunda er að ræða. Gangverð á hvolpum er mismunandi en undan sjaldgæfum tegundum getur verið um verulega fjármuni að ræða. Ekki er óalgengt að verð á hreinræktuðum hvolpum sé í kringum 400 þúsund krónur. Lögregluhundar þurfa að búa yfir alveg sérstöku skapferli og hæfileikum og þegar hundar eru fluttir sérstaklega inn til að sinna slíku starfi kosta þeir milljónir. Þá tekur óheyrilegan tíma og þolgæði að þjálfa þá hunda til að sinna sínu starfi. Úr svarbréfi embættis ríkislögreglustjóra. Málið á sér talsverðan aðdraganda. Vísi barst ábending um að slíkt mál hafi komið upp innan embættisins og sendi fyrirspurn sem dagsett var 23. september 2019, hvort mál sem tengdist sölu á hvolpum undan sprengjuleitarhundi í eigu embættisins hefði komið upp og hvort umsjónarmaður hundsins hefði þá hirt ágóða af sölu hvolpanna? Þegar þetta var stóð Haraldur Johannessen þáverandi ríkislögreglustjóri í ströngu og hafði í frægu viðtali gefið það í skyn að ef að honum yrði sótt myndi hann upplýsa um ýmis mál innan embættisins sem gætu komið hinum og þessum illa. Haraldur fékk síðan rausnarlegan starfslokasamning og ekkert varð að uppljóstrunum af hans hálfu. Þeim hjá embættinu snerist hugur Hvað sem því leið neitaði ríkislögreglustjóri að svara spurningunni. Vísir kærði þá málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu, í úrskurði frá 14. febrúar 2020, að embættinu væri það í lófa lagið að neita að svara spurningum Vísis. Neró, hundur ljósmyndara Vísis, er ekki sprengjuleitarhundur en hann er Labrador og einkar snjall í að finna golfklúlur.visir/vilhelm Blaðamaður Vísis vildi ekki una þeirri niðurstöðu á þeim forsendum að um væri að ræða meðferð á opinberu fé. Og vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis til frekari umfjöllunar. Eftirgrennslan umboðsmanns leiddi svo til þess að þeim sem nú fara fyrir innan embættisins snerist hugur. „Í tilefni af athugun umboðsmanns Alþingis á meðferð málsins hefur embætti ríkislögreglustjóra ákveðið að endurskoða afstöðu sína og veita tilteknar upplýsingar sem fyrirspurn yðar lýtur að. Í samræmi við spurningar yðar eru svör embættisins eftirfarandi, en þau byggja á þeim upplýsingum sem skráðar eru um máið í skjalakerfi embættisins.“ Embætti ríkislögreglustjóra taka fram að þrátt fyrir breytta afstöðu „standi vilji embættisins til að varðveita trúnað í vinnusambandi við hlutaðeigandi starfsmann og veita ekki upplýsingar um lyktir málsins.“ Vantraust á ríkislögreglustjóra Ráðning ríkislögreglustjóra Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Árið 2013 þurfti embætti ríkislögreglustjóra, sem þá var í tíð Haraldar Johannessen, að taka á máli sem sneri að hvolpasölu undan sprengjuleitarhundi sem var í eigu embættisins. Var talið að starfsmaður embættisins, sem hafði umsjá með tík af labradorkyni, hefði selt hvolpa undan tíkinni. Um er að ræða got sex hvolpa í Reykjavík. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að um einangrað tilfelli sé að ræða og að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort hvolparnir voru seldir eða fyrir hvað upphæð. „Aftur á móti beið embætti ríkislögreglustjóra ekki fjárhagslegt tjón af.“ Engin krafa var gerð um að umræddur starfsmaður endurgreiddi söluhagnað þar sem ekki lá fyrir hvort um slíkt væri að ræða. Ekki gerð krafa um endurgreiðslu Sprengjuleitarhundar eru sérvaldir og sérþjálfaðir þannig að um einkar eftirsótta hunda er að ræða. Gangverð á hvolpum er mismunandi en undan sjaldgæfum tegundum getur verið um verulega fjármuni að ræða. Ekki er óalgengt að verð á hreinræktuðum hvolpum sé í kringum 400 þúsund krónur. Lögregluhundar þurfa að búa yfir alveg sérstöku skapferli og hæfileikum og þegar hundar eru fluttir sérstaklega inn til að sinna slíku starfi kosta þeir milljónir. Þá tekur óheyrilegan tíma og þolgæði að þjálfa þá hunda til að sinna sínu starfi. Úr svarbréfi embættis ríkislögreglustjóra. Málið á sér talsverðan aðdraganda. Vísi barst ábending um að slíkt mál hafi komið upp innan embættisins og sendi fyrirspurn sem dagsett var 23. september 2019, hvort mál sem tengdist sölu á hvolpum undan sprengjuleitarhundi í eigu embættisins hefði komið upp og hvort umsjónarmaður hundsins hefði þá hirt ágóða af sölu hvolpanna? Þegar þetta var stóð Haraldur Johannessen þáverandi ríkislögreglustjóri í ströngu og hafði í frægu viðtali gefið það í skyn að ef að honum yrði sótt myndi hann upplýsa um ýmis mál innan embættisins sem gætu komið hinum og þessum illa. Haraldur fékk síðan rausnarlegan starfslokasamning og ekkert varð að uppljóstrunum af hans hálfu. Þeim hjá embættinu snerist hugur Hvað sem því leið neitaði ríkislögreglustjóri að svara spurningunni. Vísir kærði þá málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu, í úrskurði frá 14. febrúar 2020, að embættinu væri það í lófa lagið að neita að svara spurningum Vísis. Neró, hundur ljósmyndara Vísis, er ekki sprengjuleitarhundur en hann er Labrador og einkar snjall í að finna golfklúlur.visir/vilhelm Blaðamaður Vísis vildi ekki una þeirri niðurstöðu á þeim forsendum að um væri að ræða meðferð á opinberu fé. Og vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis til frekari umfjöllunar. Eftirgrennslan umboðsmanns leiddi svo til þess að þeim sem nú fara fyrir innan embættisins snerist hugur. „Í tilefni af athugun umboðsmanns Alþingis á meðferð málsins hefur embætti ríkislögreglustjóra ákveðið að endurskoða afstöðu sína og veita tilteknar upplýsingar sem fyrirspurn yðar lýtur að. Í samræmi við spurningar yðar eru svör embættisins eftirfarandi, en þau byggja á þeim upplýsingum sem skráðar eru um máið í skjalakerfi embættisins.“ Embætti ríkislögreglustjóra taka fram að þrátt fyrir breytta afstöðu „standi vilji embættisins til að varðveita trúnað í vinnusambandi við hlutaðeigandi starfsmann og veita ekki upplýsingar um lyktir málsins.“
Vantraust á ríkislögreglustjóra Ráðning ríkislögreglustjóra Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent