Fréttamenn CNN lýsa óþægilegri veiruskimun og troðfullum veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 10:38 Barir og veitingastaðir hafa verið þéttsetnir á góðviðrisdögum það sem af er sumri, þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Vísir/Vilhelm „Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30
Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34