Föstudagsplaylisti Markúsar Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. júní 2020 15:10 Markús á tónleikum á nýja Café Rósenberg í gærkvöldi. Alda Rose Cartwright Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira