Hundruð starfa vegna milljarða króna framkvæmda á varnarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júní 2020 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir brýnt að viðhalda mannvirkjum, sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. Vísir/EPA Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“ NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“
NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira