Hundruð starfa vegna milljarða króna framkvæmda á varnarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júní 2020 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir brýnt að viðhalda mannvirkjum, sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. Vísir/EPA Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“ NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“
NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira