Innlent

Einn greindist á landa­mærunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
skimun
Vísir

Átta virk smit eru á landinu og fjölgar þeim um eitt milli daga. Eitt smit greindist í landamæraskimun en alls voru 961 skimaðir.

64 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og ekkert hjá íslenskri erfðagreiningu. Ekkert af þeim reyndist jákvætt.

Staðfest smit hér á landi eru því 1.823, þarf af átta virk líkt og áður sagði. 1.805 hafa náð bata en tíu hafa látist.

Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en 344 eru í sóttkví, og fækkar þeim um um það bil 130 milli daga. 22.236 hafa lokið sóttkví og 68.411 sýni hafa verið tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×