Erlent

Amúrhlébarðahvolpar hressir í San Diego

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hlébarðahvolparnir virðast nokkuð hressir.
Hlébarðahvolparnir virðast nokkuð hressir. Vísir/AP

Tveir amúrhlébarðar fæddust nýverið í dýragarðinum í San Diego í Bandaríkjunum. Þessir litlu kettir, sem eiga auðvitað eftir að stækka heilmikið, fæddust í apríl en eru nú komnir í sýningarbúr í dýragarðinum. Þar leika ungarnir sér saman og virðast nokkuð hændir hvor að öðrum.

Að sögn Kelly Murphy, sérfræðings í umönnun dýra, eru litlu kettirnir nokkuð forvitnir. „Þeir eru farnir að kíkja út á svæðið sitt og skoða alla króka og kima. Þeir klifra upp á steinana og í tréin. Stundum hlusta þeir á móður sína, stundum ekki,“ sagði Murphy við AP.

Amúrhlébarðar eru í bráðri útrýmingarhættu. Þetta er sjaldgæfasta tegund stórra katta í heiminum og talið er að ekki séu nema hundrað villt dýr eftir, á landamærum Rússlands og Kína. Stofninn hefur minnkað mikið vegna ólöglegra veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×