102 sm lax úr Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2020 08:01 Guðjón með 102 laxinn sem hann veiddi í Laxá í Kjós í gær Mynd: Hreggnasi FB Stærsti lax sem veiðst hefur það sem af er sumri veiddist í gær í Laxá í Kjós og var mældur 102 sm að lengd. Þetta er ekki bara stærsti laxinn sem hefur veiðst í sumar á landinu en líklega einn af þeim stærstu úr Laxá í Kjós í áratugi. Það var Guðjón Þór Jónsson sem veiddi laxinn í Kársnesfljótinu á Collie Dog númer 14# en þess má geta að þetta er einmitt frábær fluga að nota á þessum árstíma í nýgengin lax. Það er góður gangur í veiðinni í Laxá í Kjós og töluvert af laxi að ganga. Sjóbirtingurinn er líka mættur en fyrsti birtingurinn veiddist í ánni þann 18. júní en Laxá í Kjós er einmitt vel þekkt fyrir góðar sjóbirtingsgöngur á þessum árstíma og þegar laxinn hefur verið tregur til að taka getur verið mikið líf og fjör frá Kársnesfljóti og töluvert upp með ánni þar sem veiðimenn þurfa að leiðast að veiðistöðum og egna flugum fyrir væna birtinga. Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Stærsti lax sem veiðst hefur það sem af er sumri veiddist í gær í Laxá í Kjós og var mældur 102 sm að lengd. Þetta er ekki bara stærsti laxinn sem hefur veiðst í sumar á landinu en líklega einn af þeim stærstu úr Laxá í Kjós í áratugi. Það var Guðjón Þór Jónsson sem veiddi laxinn í Kársnesfljótinu á Collie Dog númer 14# en þess má geta að þetta er einmitt frábær fluga að nota á þessum árstíma í nýgengin lax. Það er góður gangur í veiðinni í Laxá í Kjós og töluvert af laxi að ganga. Sjóbirtingurinn er líka mættur en fyrsti birtingurinn veiddist í ánni þann 18. júní en Laxá í Kjós er einmitt vel þekkt fyrir góðar sjóbirtingsgöngur á þessum árstíma og þegar laxinn hefur verið tregur til að taka getur verið mikið líf og fjör frá Kársnesfljóti og töluvert upp með ánni þar sem veiðimenn þurfa að leiðast að veiðistöðum og egna flugum fyrir væna birtinga.
Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði