Í Brennslunni á FM957 í gærmorgun var reglulegi dagskráliðurinn Leynigestur vikunnar.
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástóri stöðvarinnar, og Kristín Ruth Jónsdóttir fengu fimm spurningar til að spyrja gestinn spjörunum úr.
Að þessu sinni gekk það ekki upp og hvorug þeirra náði að fatta hver væri leynigesturinn.
Það kom því Rikka heldur betur á óvart þegar hann sá gestinn sem tengist honum heldur betur mikið.