Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 22:56 Guðmundur Franklín segist ekki fara í manngreiningarálit. Vísir/Vilhelm „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira