„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 21:54 Stuðningsmenn Liverpool fagna um allan heim í kvöld en Klopp hvetur fólk til að halda sig í smáum hópum. VÍSIR/GETTY „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira