„Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. júní 2020 08:00 Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý Ágústsdóttir Vísir/Vilhelm „Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna
Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“