Hin bandaríska Haiden Palmer, sem varð Íslands- og bikarmeistari í körfubolta með Snæfelli árið 2016, mun leika með liðinu á nýjan leik á næsta tímabili.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Snæfells. Þegar Palmer vann tvöfalt skoraði hún tæplega 26 stig í leik í úrvalsdeildinni, tók 11 fráköst og gaf 5,2 stoðsendingar.
Palmer lék síðast með Tapiolan Honka í Finnlandi og skoraði þar 19,7 stig, tók 5,5 fráköst og gaf 5,6 stoðsendingar.