Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 08:00 Tveir menn eru í framboði til forseta – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Vísir/Vilhelm Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Kjörstaðir munu opna klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og loka fyrr. Þannig er siðurinn í Grímsey að kjörstað hefur verið lokað um miðjan dag og kjörkassa komið yfir á meginlandið og á talningarstað. Búist er við að fyrstur tölur komi frá frá kjörstjórnum í einstaka kjördæmum, þeim sömu og í kosningum til þings, nokkru eftir að kjörstaðir loka, en en ef marka má síðustu forsetakosningar ættu lokatölur að liggja fyrir morguninn eftir. Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri heimasíðu Þjóðskrár. Alls eru 252.217 kjósendur á kjörskrá að þessu sinni og eru konur heldur fleiri eða 126.550 en karlar eru 125.667. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Hverjir fá að kjósa? Allir íslenskir ríkisborgarar, sem hafa náð átján ára aldri á kjördag, eru með kosningarétt. Jafnframt eiga kosningarrétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2011 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Sömu sögu er að segja af þeim íslensku ríkisborgurum, sem hafa flutt lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011 en sótt um til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2019. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Ein undantekning er þó á þessu – danskir ríkisborgarar sem eiga kosningarrétt samkvæmt lögum frá 1946 - þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundarkosning á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram síðustu vikur á tveimur stöðum í Smáralind í Kópavogi og svo undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Annars hefur utankjörfundarkosning almennt farið fram hjá sýslumönnum um land allt. Um 40 þúsund manns hafa nú þegar ákveðið að kjósa utan kjörfundar, aðeins fleiri en í forsetakosningunum 2016. Skoðanakannanir benda til að Guðni Th. Jóhannesson forseti muni vinna yfirburðasigur á mótframbjóðanda sínum. Guðni hefur mælst með rúmlega 90 prósent fylgi í könnunum.Vísir/Sigurjón Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á „X“ framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Brjóta skal hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar kjósandinn tók við honum þannig að letrið snúi inn. Svo skal gengið út úr kjörklefanum, að atkvæðakassanum og leggja seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði, en slíkt getur ógilt seðilinn. Atkvæðagreiðslan er leynileg og fari svo að einhver sjái hvað sé ritað á kjörseðil áður en kjósandi setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og hann á hann þá rétt á að fá nýjan og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef kjósandi hefur gert einhver mistök við ritun á kjörseðilinn, en þá þarf kjósandinn að skila fyrri seðlinum til kjörstjórnar. Bannað er að að taka myndir af kjörseðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér. Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig. Hvar verða kosningavökurnar? Frambjóðendurnir tveir verða ekki með kosningavökur, á þessum tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hvernig fóru aftur kosningarnar 2016? Andri Snær Magnason – 14,2 prósent Ástþór Magnússon – 0,3 prósent Davíð Oddsson – 13,7 prósent Elísabet Jökulsdóttir – 0,7 prósent Guðni Th. Jóhannesson – 39,1 prósent Guðrún Margrét Pálsdóttir – 0,2 prósent Halla Tómasdóttir – 27,9 prósent Hildur Þórðardóttir – 0,2 prósent Sturla Jónsson – 3,5 prósent Kjörsókn var 75,7 prósent. Að neðan má svo sjá myndband dómsmálaráðuneytis um framkvæmd á kjörstað á enskri tungu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Kjörstaðir munu opna klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og loka fyrr. Þannig er siðurinn í Grímsey að kjörstað hefur verið lokað um miðjan dag og kjörkassa komið yfir á meginlandið og á talningarstað. Búist er við að fyrstur tölur komi frá frá kjörstjórnum í einstaka kjördæmum, þeim sömu og í kosningum til þings, nokkru eftir að kjörstaðir loka, en en ef marka má síðustu forsetakosningar ættu lokatölur að liggja fyrir morguninn eftir. Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri heimasíðu Þjóðskrár. Alls eru 252.217 kjósendur á kjörskrá að þessu sinni og eru konur heldur fleiri eða 126.550 en karlar eru 125.667. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Hverjir fá að kjósa? Allir íslenskir ríkisborgarar, sem hafa náð átján ára aldri á kjördag, eru með kosningarétt. Jafnframt eiga kosningarrétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2011 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Sömu sögu er að segja af þeim íslensku ríkisborgurum, sem hafa flutt lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011 en sótt um til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2019. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Ein undantekning er þó á þessu – danskir ríkisborgarar sem eiga kosningarrétt samkvæmt lögum frá 1946 - þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundarkosning á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram síðustu vikur á tveimur stöðum í Smáralind í Kópavogi og svo undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Annars hefur utankjörfundarkosning almennt farið fram hjá sýslumönnum um land allt. Um 40 þúsund manns hafa nú þegar ákveðið að kjósa utan kjörfundar, aðeins fleiri en í forsetakosningunum 2016. Skoðanakannanir benda til að Guðni Th. Jóhannesson forseti muni vinna yfirburðasigur á mótframbjóðanda sínum. Guðni hefur mælst með rúmlega 90 prósent fylgi í könnunum.Vísir/Sigurjón Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á „X“ framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Brjóta skal hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar kjósandinn tók við honum þannig að letrið snúi inn. Svo skal gengið út úr kjörklefanum, að atkvæðakassanum og leggja seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði, en slíkt getur ógilt seðilinn. Atkvæðagreiðslan er leynileg og fari svo að einhver sjái hvað sé ritað á kjörseðil áður en kjósandi setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og hann á hann þá rétt á að fá nýjan og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef kjósandi hefur gert einhver mistök við ritun á kjörseðilinn, en þá þarf kjósandinn að skila fyrri seðlinum til kjörstjórnar. Bannað er að að taka myndir af kjörseðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér. Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig. Hvar verða kosningavökurnar? Frambjóðendurnir tveir verða ekki með kosningavökur, á þessum tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hvernig fóru aftur kosningarnar 2016? Andri Snær Magnason – 14,2 prósent Ástþór Magnússon – 0,3 prósent Davíð Oddsson – 13,7 prósent Elísabet Jökulsdóttir – 0,7 prósent Guðni Th. Jóhannesson – 39,1 prósent Guðrún Margrét Pálsdóttir – 0,2 prósent Halla Tómasdóttir – 27,9 prósent Hildur Þórðardóttir – 0,2 prósent Sturla Jónsson – 3,5 prósent Kjörsókn var 75,7 prósent. Að neðan má svo sjá myndband dómsmálaráðuneytis um framkvæmd á kjörstað á enskri tungu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira