Innlent

Boða til blaða­manna­fundar klukkan 16

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16. Efni fundarins er skimun ferðamanna á landamærum.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að auk forsætisráðherra verði þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, til svara.

„Auk þeirra verða Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum á fundinum. Meginefni fundarins er reynslan af skimun ferðamanna til Íslands undanfarið og næstu skref,“ segir í tilkynningunni.

Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×