„Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 23:57 Guðmundur Franklín Jónsson er sáttur. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“ Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25
Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23