Af stórlöxum í Nesi Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2020 08:52 Aron Pálma með 104 sm laxinn Mynd: Nessvæðið FB Nessvæðið í Laxá í Aðaldal opnaði fyrir helgi og opnunin gaf stórlaxa eins og reikna mátti með af þessi rómaða stórlaxasvæði. Það voru í það minnsta tveir laxar yfir 100 sm. Sá stærsti var 107 sm hængur sem Hilmar Hafsteinsson veiddi í Vitaðsgjafa og það er enn sem komið er stærsti laxinn á landinu í sumar. Hinn 100 plús laxinn var 104 sm lax sem Aron Pálma landaði en það sem gerir þann lax ótrúlegan er að þetta er bara annar laxinn sem þessi veiðimaður veiðir á sínum laxveiðiferli og hinn laxinn var líka yfir 100 sm. Það verður varla hægt að toppa svona byrjun hjá neinum veiðimanni og við óskum honum innilega til lukku með laxinn. Opnunin í Nesi var mjög góð og samtals var landið tólf löxum og taktu eftir því að meðallengd þessara laxa var 88 sm. Við getum með nokkurri vissu fullyrt að ekkert svæði hefur opnað með þvílíka meðallengd og meðalþyngd á fyrstu tylft af löxum. Sannkallað stórlaxasvæði Íslands. Hilmar Hafsteinsson með 107 sm laxinnMynd: Nessvæðið FB Stangveiði Mest lesið Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal opnaði fyrir helgi og opnunin gaf stórlaxa eins og reikna mátti með af þessi rómaða stórlaxasvæði. Það voru í það minnsta tveir laxar yfir 100 sm. Sá stærsti var 107 sm hængur sem Hilmar Hafsteinsson veiddi í Vitaðsgjafa og það er enn sem komið er stærsti laxinn á landinu í sumar. Hinn 100 plús laxinn var 104 sm lax sem Aron Pálma landaði en það sem gerir þann lax ótrúlegan er að þetta er bara annar laxinn sem þessi veiðimaður veiðir á sínum laxveiðiferli og hinn laxinn var líka yfir 100 sm. Það verður varla hægt að toppa svona byrjun hjá neinum veiðimanni og við óskum honum innilega til lukku með laxinn. Opnunin í Nesi var mjög góð og samtals var landið tólf löxum og taktu eftir því að meðallengd þessara laxa var 88 sm. Við getum með nokkurri vissu fullyrt að ekkert svæði hefur opnað með þvílíka meðallengd og meðalþyngd á fyrstu tylft af löxum. Sannkallað stórlaxasvæði Íslands. Hilmar Hafsteinsson með 107 sm laxinnMynd: Nessvæðið FB
Stangveiði Mest lesið Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði