Varað við skriðum á stóru svæði á Norðausturlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 19:05 Rauða svæðið táknar það svæði þar sem hætta er á jarðskriðum í kjölfar stórs skjálfta. Mynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að óvissustig vegna jarðskjálfrahrinunnar á Norðausturlandi er enn í gildi. Rannsóknir bendi til að enn sé innistæða fyrir stórum skjálfta á svæðinu og er varað við skriðuföllum á norðanverðan Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig á Melrakkasléttu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Almannavarnadeildar þar sem myndin sem sjá má hér að ofan er birt en rauða svæðið táknar það svæði þar sem hætta er á áhrifum vegna skriðufalla eða flóðbylgna í kjölfar stórs jarðskjálfta. Jarðskjálftahrina sem hófst fyrir norðan land þann 19. júní stendur enn yfir og hafa tæplega níu þúsund skjálftar mælst í henni en þetta er öflugasta hrinan á Tjörnesbrotabeltinu í ríflega 40 ár. STUTT: Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Miðvikudagur, 1. júlí 2020 Virknin hefur færst aðeins austar eftir Húsavíkur-Flateyjar misgenginu þó jarðskjálftar þar séu flestir mjög litlir og finnist ekki í byggð en ekki er hægt að útiloka að þarna geti komið stærri skjálftar. Rannsóknir á misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð 7 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á að stærri skjálftar mælist, að því er fram kemur í stöðufærslu Almannavarna. „Ef að kæmi til slíks skjálfta er hugsanlegt að hann valdi grjóthruni og skriðum auk þess sem þekkt er að sumir stærri skjálftar valdi flóðbylgjum. Hættan á skriðuföllum er því ekki einungis bundin við norðanverðan Tröllaskaga og Flateyjarskaga eins og áður hefur verið greint frá heldur einnig austur á Melrakkasléttu.“ Mikilvægt er að fólk á svæðinu kynni sér leiðbeiningar Almannavarna um viðbrögð í jarðskjálftum og tryggi innanstokksmuni eins og hægt er hið fyrsta segir í færslu Almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að óvissustig vegna jarðskjálfrahrinunnar á Norðausturlandi er enn í gildi. Rannsóknir bendi til að enn sé innistæða fyrir stórum skjálfta á svæðinu og er varað við skriðuföllum á norðanverðan Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig á Melrakkasléttu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Almannavarnadeildar þar sem myndin sem sjá má hér að ofan er birt en rauða svæðið táknar það svæði þar sem hætta er á áhrifum vegna skriðufalla eða flóðbylgna í kjölfar stórs jarðskjálfta. Jarðskjálftahrina sem hófst fyrir norðan land þann 19. júní stendur enn yfir og hafa tæplega níu þúsund skjálftar mælst í henni en þetta er öflugasta hrinan á Tjörnesbrotabeltinu í ríflega 40 ár. STUTT: Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Miðvikudagur, 1. júlí 2020 Virknin hefur færst aðeins austar eftir Húsavíkur-Flateyjar misgenginu þó jarðskjálftar þar séu flestir mjög litlir og finnist ekki í byggð en ekki er hægt að útiloka að þarna geti komið stærri skjálftar. Rannsóknir á misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð 7 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á að stærri skjálftar mælist, að því er fram kemur í stöðufærslu Almannavarna. „Ef að kæmi til slíks skjálfta er hugsanlegt að hann valdi grjóthruni og skriðum auk þess sem þekkt er að sumir stærri skjálftar valdi flóðbylgjum. Hættan á skriðuföllum er því ekki einungis bundin við norðanverðan Tröllaskaga og Flateyjarskaga eins og áður hefur verið greint frá heldur einnig austur á Melrakkasléttu.“ Mikilvægt er að fólk á svæðinu kynni sér leiðbeiningar Almannavarna um viðbrögð í jarðskjálftum og tryggi innanstokksmuni eins og hægt er hið fyrsta segir í færslu Almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira