Flottar göngur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2020 06:47 Það eru flottar laxagöngur í Elliðaárnar þessa dagana Mynd: KL Það er ekki langt síðan Elliðaárnar opnuðu fyrir veiði og júlí sem er gjarnan besti tíminn í ánni rétt gengin í garð. Það hafa verið mjög góðar göngur í Elliðaárnar og staðan í teljaranum í morgun var 514 laxar. Næsti stóri straumur er 9. júlí og fram að þeim degi er vaxandi straumur og því nokkuð víst að það verður stígandi í göngunum. Það er lax farinn að sýna sig um alla á og eins og vatnsstaðan í henni er núna er varla hægt að hugsa sér auðveldari veiðiferð en nákvæmlega í perlu borgarinnar. Veiðireglum var breytt fyrir sumarið samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga og nú er öllu sleppt ásamt því að aðeins má veiða á flugu. Þetta þýðir bara að það verður nóg af laxi í ánni í sumar því engin lax verður tekinn á land og hirrtur, en annað sem þetta gerir, þ.e.a.s. breytingin á veiðireglum varðandi fluguna er að með nóg af laxi í ánni og aðeins leyfð fluga er þetta frábært tækifæri að skreppa í ána og kenna upprennandi veiðimönnum að fluguveiða þessa skemmtilegu á í borginni okkar. Reykjavík Stangveiði Mest lesið Eins og í lygasögu Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Vesturröst efnir til hnýtingarkeppni Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði
Það er ekki langt síðan Elliðaárnar opnuðu fyrir veiði og júlí sem er gjarnan besti tíminn í ánni rétt gengin í garð. Það hafa verið mjög góðar göngur í Elliðaárnar og staðan í teljaranum í morgun var 514 laxar. Næsti stóri straumur er 9. júlí og fram að þeim degi er vaxandi straumur og því nokkuð víst að það verður stígandi í göngunum. Það er lax farinn að sýna sig um alla á og eins og vatnsstaðan í henni er núna er varla hægt að hugsa sér auðveldari veiðiferð en nákvæmlega í perlu borgarinnar. Veiðireglum var breytt fyrir sumarið samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga og nú er öllu sleppt ásamt því að aðeins má veiða á flugu. Þetta þýðir bara að það verður nóg af laxi í ánni í sumar því engin lax verður tekinn á land og hirrtur, en annað sem þetta gerir, þ.e.a.s. breytingin á veiðireglum varðandi fluguna er að með nóg af laxi í ánni og aðeins leyfð fluga er þetta frábært tækifæri að skreppa í ána og kenna upprennandi veiðimönnum að fluguveiða þessa skemmtilegu á í borginni okkar.
Reykjavík Stangveiði Mest lesið Eins og í lygasögu Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Vesturröst efnir til hnýtingarkeppni Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði