Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 21:00 Frá undirritun viljayfirlýsingar. AKRANESKAUPSTAÐUR Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum. Akranes Nýsköpun Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum.
Akranes Nýsköpun Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira