Biðjast loksins forláts eftir erfiða bið vegna Covid-19 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:30 VHS á ferð og flugi Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst. Uppistand Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst.
Uppistand Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira