Fyrsta einkasýningin af þessari stærðargráðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 15:30 Sigurður Atli Aðsend mynd Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“ Myndlist Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“
Myndlist Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira