Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 12:48 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta. Vísir/Egill Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“ Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“
Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00
Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40