Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 18:35 Hér má sjá hluta teymisins með fána Geimferðastofnunar Evrópu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk. Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk.
Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira