Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 18:35 Hér má sjá hluta teymisins með fána Geimferðastofnunar Evrópu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk. Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk.
Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira