Hraunsfjörður að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2020 07:16 Sjóbleikja Nú er bestu tíminn framundan í sjóbleikjuveiðinni og nokkur vinsæl svæði eru þegar farin að gefa vel. Eitt af þeim svæðum er Hraunsfjörður sem við höfum skrifað um reglulega en veiðin þar síðustu daga þegar það er glampandi sól hefur verið mjög góð. Það er algengt að veiðimenn séu að fá fimm til tíu bleikjur eftir stutta viðveru og sem fyrr eru það flugur sem líkja eftir marfló, helst grænleitar, sem gefa vel en aðrar flugur til dæmis Peacock, Langskeggur og Peter Ross eru líka gjöfular. Veiðin er ekki bundin við einn stað í vatninu heldur virðist hún vera góð um allt vatn. Sjóbleikjan sem er að veiðast er mest eitt til tvö pund en inn á milli eru að veiðast þriggja til fjögurra punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Nú er bestu tíminn framundan í sjóbleikjuveiðinni og nokkur vinsæl svæði eru þegar farin að gefa vel. Eitt af þeim svæðum er Hraunsfjörður sem við höfum skrifað um reglulega en veiðin þar síðustu daga þegar það er glampandi sól hefur verið mjög góð. Það er algengt að veiðimenn séu að fá fimm til tíu bleikjur eftir stutta viðveru og sem fyrr eru það flugur sem líkja eftir marfló, helst grænleitar, sem gefa vel en aðrar flugur til dæmis Peacock, Langskeggur og Peter Ross eru líka gjöfular. Veiðin er ekki bundin við einn stað í vatninu heldur virðist hún vera góð um allt vatn. Sjóbleikjan sem er að veiðast er mest eitt til tvö pund en inn á milli eru að veiðast þriggja til fjögurra punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði