Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 19:20 Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason. Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason.
Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira