Mosfellsbær kærir deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 16:05 Til stendur að reisa malbikunarstöð á Esjumelum. Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni. Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni.
Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira