Mosfellsbær kærir deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 16:05 Til stendur að reisa malbikunarstöð á Esjumelum. Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni. Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni.
Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira